Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 27
R É T T U R
27
kjör alþýðu til sjávar og sveita, eins ætli þetta sama afturhald að
leika þann leik einu sinni enn.
Ihald og Framsókn stendur saman um þá pólitík að reyna að
knýja fram 6—8% launalækkun hjá verkamönnum og bændum
nú fyrir kosningar, og ætla sér með gengislækkun að koma þeirri
kauplækkun upp í 17—20% eftir kosningar. Valdabraskarar og
auðfélög beggja flokka munu vafalaust deila hart um það, hvernig
skipta skuli því, sem þeir ætla sér að taka af alþýðunni, en þeir
munu standa saman um að ræna alþýðuna, — ef þeir geta það.
Auðvaldið er andstætt bæði verkamönnum og bændum. Það
heimtar launalækkun hjá báðum. Og Framsóknarforustan fylgir
þessari launalækkunarpólitík.
Það er þetta, sem bændur þurfa að átta sig á — til að breyta
þeirri stefnu.
III. Foringjar Fi-amsóltnar reyna að brjóta verka-
lýðshreyfinguna undir sína borgaralegu forustu
Það hefur frá upphafi vega verið tilætlunin hjá forustu Fram-
sóknarflokksins að brjóta verkalýðshreyfinguna og þá flokka,
er hún hefur myndað, undir sína forustu. Saga verkalýðshreyfing-
arinnar hefur því öðrum þræði verið sagan af uppreisn verka-
Iýðsins gegn yfirdrottnun og ofríki Framsóknar, „sjálfstæðis"-
barátta verkamanna og sósíalista gegn afturhaldinu, sem ætlaði
sér að ráða stefnu „vinstri" hreyfingarinnar í landinu og sýndi
vægðarlaust klærnar, er það fékk ekki að ráða. Þetta var ein
orsökin að uppreisn vinstri manna í Alþýðuflokknum, er leiddi
til stofnunar Kommúnistaflokksins 1930, enda fengu kommún-
istar strax að kenna á ofsóknum Framsóknarvaldsins á eftir. —
Og þetta var aftur ein meginorsök að uppreisn vinstri manna í
Alþýðuflokknum 1937—1938, er leiddi til stofnunar Sósíalista-
flokksins 1938. Vinstri menn Alþýðuflokksins undir forustu
Héðins og Sigfúsar vildu m. a. ekki sætta sig við að láta Fram-
sókn segja Alþýðuflokknum fyrir verkum. Þeir Héðinn Valdi-
marsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Vilmundur Jónsson, Sigfús
Sigurhjartarson og aðrir róttækir forustumenn Alþýðuflokksins