Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 21
R É T T U R
21
fram, snúast í hagsmunabaráttu einvörðungu, meðan eldur hug-
sjónanna félli í fölskva'hjá gröfum frumherjanna, enda væri þá
með öllu unnið fyrir gíg, með því að raunverulegt gildi sérhverr-
ar félagsmálahreyfingar og umbótaviðleitni manna væri fólgin
í þeirri þróun, er hún fengi orkað í andlegum og siðferðilegum
efnum." (Andvari 54. ár. 1929, bls. 24).
Og ótti brautryðjandanna reyndist hafa við rök að styðjast. Það
hefur reynslan sannað til fullnustu. S.I.S. hefur ekki einungis
gleymt þessum fögru hugsjónum og háleita takmarki, nema á
hátíðis- og tyllidögum. Hagsmunir hins vinnandi manns eru
líka bornir fyrir borð. Það er krafizt launalækkana, lífskjaraskerð-
ingar af honum, til þess að geta haldið áfram fjársöfnun í auð-
félö,gum og fyrirtækjum, fjárfestingu, sem er meira eða minna
vafasöm eða óhagsýn frá hagsmunasjónarmiði hins vinnandi
manns, er að lokum borgar brúsann.
Takmark — eða „hugsjón", ef nota má slíkt orð, — þeirra, er
stjórna nú S.Í.S. og Framsóknarflokknum, — virðist orðið fyrst og
fremst auðsöfnun undir ægishjálmi þess forstjóravalds, er mynd-
ast hefur í þessari hreyfingu, auðsöfnun, sem eðlilega verður fyrst
og fremst á kostnað hins vinnandi fólks. — Þessum auð er safnað
í skipum, húsum, mjólkurbúum, kaupfélagshöllum, verksmiðjum,
bílum og hverskonar tækjum, sem eru eign hinna ýmsu samtaka,
en lúta ægishjálmi hins víðfeðma skriffinnskuvalds. Og jafnhliða
tengist svo þetta bákn og þeir, sem því stjórna einkaauðvaldi lands-
ins í ótal hlutafélögum, svo sem Olíufélaginu h.f. o. fl. o. fl.
Og jafnvel í hernámsgróðann er þessum fyrirtækjum flækt. Og
eigi nóg þar með. Við voldugustu auðhringi heimsins tengist
S.Í.S. umboðs- og gróðaböndum. Risavöxnustu auðdrottnar heims,
hinir svörnu fjendur samvinnuhreyfingarinnar, svo sem Standard
Oil-olíuhringurinn, Westinghouse-raftækjahringurinn, General
Motors-bílahringurinn, International Harvester-dráttarvélaauðfé-
lagið, hafa öll S.I.S. eða tengdafélög þess að umboðsfélagi á Islandi.
Auðsöfnunartilgangi þessa bákns S.I.S. og Framsóknarforust-
unnar virðist ekki fullnægt með þessu.
Samhliða eru svo pólitísk ítök Framsóknarflokksins í ríkis-
valdinu notuð í sama skyni, oftast í blóra við bændur landsins.