Réttur


Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 109

Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 109
EÉTTUE 109 framar öllu baráttu fyrir sameiningu hinna klofnu verkalýðsfé- laga og samstöðu þeirra í einu sambandi. Árum saman hafði það verið eitt helzta verkefni erindreka Alþýðusambandsins að kljúfa þau verkalýðsfélög, sem höfðu kosið kommúnista til trúnaðarstarfa. Hlutverk klofningsfélaganna var að skipuleggja verkfallsbrot og til þess nutu þau stuðnings Alþýðusambandsins. Með hverju árinu varð það ljósara hverjum verkamanni hvílíkt böl sundrungin var og að meðan samtökin væru í þessu ófremdarástandi yrðu þau lítilsmegandi. Stefna Kommúnistaflokksins fékk því góðan hljómgrunn. Við Alþingis- kosningarnar 1937 beitti Kommúnistaflokkurinn þeirri bardaga- aðferð, að hann bauð aðeins fram í þeim kjördæmum, þar sem fylgi hans var mest, en skoraði á fylgismenn sína að kjósa Al- þýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn í öðrum kjördæmum. Þessi bardagaaðferð, á sama tíma sem flokkurinn var í mikilli sókn, færði honum fyrsta glæsilega kosningasigurinn. Hann fékk í fyrsta skipti fulltrúa á Alþingi. I þetta skipti urðu þeir þrír. Þungi samfylkingarstefnunnar var nú orðinn slíkur að Alþýðu- flokkurinn varð að svara samfylkingartilboðum Kommúnista- flokksins með öðrum hætti en fram til þessa. Fyrsta svar forust- unnar var að ráðið til einingar væri að leggja Kommúnistaflokk- inn niður og sameinast í Alþýðuflokknum, en það dugði engan veginn til að lægja öldurnar innan flokksins sjálfs. Skömmu eftir kosningar hélt stærsta verkalýðsfélag landsins, Dagsbrún í Reykja- vík fund, þar sem samþykkt var að félagið skyldi beita sér fyrir því að hefja viðræður um sameiningu verkalýðsflokkanna. Til- lögumaður var formaður félagsins, Héðinn Valdimarsson, einn af helztu forvígismönnum Alþýðuflokksins. Kommúnistaflokk- urinn svaraði að hann væri reiðubúinn til að taka upp slíka samn- inga, en taldi heppilegt, að fyrsta stigið yrði, að flokkarnir tækju upp samstarf í hagsmunabaráttunni og hinni pólitísku baráttu. Það vildi stjórn Alþýðuflokksins ekki heyra, en féllst á að ræða um sameiningu flokkanna. Nefnd var kosin af beggja hálfu, og það kom brátt í ljós, að hægri menn vildu enga sameiningu aðra en þá. að Kommúnistaflokkurinn yrði lagður niður og gengi í Al- þýðuflokkinn Vinstri menn undir forustu Héðins Valdimarssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.