Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 109
EÉTTUE
109
framar öllu baráttu fyrir sameiningu hinna klofnu verkalýðsfé-
laga og samstöðu þeirra í einu sambandi.
Árum saman hafði það verið eitt helzta verkefni erindreka
Alþýðusambandsins að kljúfa þau verkalýðsfélög, sem höfðu
kosið kommúnista til trúnaðarstarfa. Hlutverk klofningsfélaganna
var að skipuleggja verkfallsbrot og til þess nutu þau stuðnings
Alþýðusambandsins. Með hverju árinu varð það ljósara hverjum
verkamanni hvílíkt böl sundrungin var og að meðan samtökin
væru í þessu ófremdarástandi yrðu þau lítilsmegandi. Stefna
Kommúnistaflokksins fékk því góðan hljómgrunn. Við Alþingis-
kosningarnar 1937 beitti Kommúnistaflokkurinn þeirri bardaga-
aðferð, að hann bauð aðeins fram í þeim kjördæmum, þar sem
fylgi hans var mest, en skoraði á fylgismenn sína að kjósa Al-
þýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn í öðrum kjördæmum. Þessi
bardagaaðferð, á sama tíma sem flokkurinn var í mikilli sókn,
færði honum fyrsta glæsilega kosningasigurinn. Hann fékk í
fyrsta skipti fulltrúa á Alþingi. I þetta skipti urðu þeir þrír.
Þungi samfylkingarstefnunnar var nú orðinn slíkur að Alþýðu-
flokkurinn varð að svara samfylkingartilboðum Kommúnista-
flokksins með öðrum hætti en fram til þessa. Fyrsta svar forust-
unnar var að ráðið til einingar væri að leggja Kommúnistaflokk-
inn niður og sameinast í Alþýðuflokknum, en það dugði engan
veginn til að lægja öldurnar innan flokksins sjálfs. Skömmu eftir
kosningar hélt stærsta verkalýðsfélag landsins, Dagsbrún í Reykja-
vík fund, þar sem samþykkt var að félagið skyldi beita sér fyrir
því að hefja viðræður um sameiningu verkalýðsflokkanna. Til-
lögumaður var formaður félagsins, Héðinn Valdimarsson, einn
af helztu forvígismönnum Alþýðuflokksins. Kommúnistaflokk-
urinn svaraði að hann væri reiðubúinn til að taka upp slíka samn-
inga, en taldi heppilegt, að fyrsta stigið yrði, að flokkarnir tækju
upp samstarf í hagsmunabaráttunni og hinni pólitísku baráttu.
Það vildi stjórn Alþýðuflokksins ekki heyra, en féllst á að ræða um
sameiningu flokkanna. Nefnd var kosin af beggja hálfu, og það
kom brátt í ljós, að hægri menn vildu enga sameiningu aðra en
þá. að Kommúnistaflokkurinn yrði lagður niður og gengi í Al-
þýðuflokkinn Vinstri menn undir forustu Héðins Valdimarssonar