Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 40
40
RÉTTUH
En forusta Framsóknar reyndist skilningslaus á þá skipulags-
breytingu í þjóðfélaginu, sem gera þurfti til þess að tryggja hvor-
tveggja í senn: endurbætur á lífsafkomu alþýðu og rétta þjóð-
félagslega fjárfestingu. Slíkt var og er aðeins kcegt að gera með
heildarstjórn á þjóðarbúskapnum.
Nú gerist fjárfestingin að mestu þannig að hver einstaklingur
leggur það fé, sem hann hefur aflögu, í það, sem hann hefur
áhuga fyrir, auðmenn leggja í það, sem þeim finnst gróðavænleg-
ast og allmikið af þeirri f járfestingu, sem ríkið ákveður, er óhugs-
uð og tilviljanakennd, stundum miðuð við áhuga sérstakra flokka
eða valdamanna fyrir sérstökum stöðum eða kjördæmum, án
tillits til þess að hagnýta fyrir þjóðarheildina hin bezm náttúrlegu
og félagslegu skilyrði hvers staðar. Ein afleiðingin af þessari meira
eða minna tilviljanakenndu og því oft óhagnýtu fjárfestingu er
svo verðbólgan: fé, sem varið er án fyrirhyggju, er afskrifað með
því að fella peningana í verði. Og slík verðbólgustefna, eins og
rekin hefur verið, með gengislækkun á 10 ára fresti, endar með
allsherjar hruni.*
* Það má bezt sjá það af eftirfarandi tölum hver úrslitaáhrif
fjárfestingin hefur í þjóðarbúskap vorum:
1957 var þjóðarframleiðslan 4713 milljónir króna. Neysla ein-
staklinga var 2601 millj. kr., „neysla“ stjórnarvalda (kostnaður
við rekstur ríkis og sveitafélaga) 715 millj. kr. og fjárfesting var
1616 millj. kr. Það mun óvíða í heiminum eins miklum hluta þjóð-
artekna varið til f járfestingar og á íslandi. En lakast er hvað þessi
fjárfesting verður lítið til þess að auka framleiðsluna, sökum
þess að fjárfestingunni er ekki stjórnað með fyrirhyggju, heldur
af handahófi. Og af því fjárfestingin er svona óhagnýt, freistast
þjóðfélagið til að afskrifa hana með verðbólgu ár frá ári. Og
sía-ukin verðbólga ýtir svo um leið undir flóttann með peninga í
einhverja fjárfestingu. Þróun síðustu 10 ára sýnir að fjárfesting
og opinber kostnaður vex í sífellu á kostnað neyslu einstakling-
anna. Tölurnar um ráðstöfun á þjóðarframleiðslu íslendinga í kr.
á hvern íbúa landsins á verðlagi 1957 eru þessar:
1948 1950 1953 1955 1956 1957
Neyzla einstaklinga .... 16.640 14.030 14.730 16.100 16.780 15.590
„Neyzla" stjórnarvalda 3.490 3.770 3.390 3.660 4.030 4.290
Fjárfesting ............. 6.160 5.290 6.150 8.860 8.870 9.360
Um hvernig fjárfestingin skiptist milli hinna ýmsu atvinnu-