Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 121
R É T T U R
121
í 2y2 ár, að 1958 var útflutningur Islands um 1100 milljónir
kr., en tekjur af setuliðinu og viðskiptum þess um 150
milljónir. — Það hefur því miðað stórum í rétta átt. Til
þess að, treysta þennan grundvöll að efnahagslegu sjálf-
stæði íslands og lífsafkomu alþýðunnar, sat Alþýðubanda-
lagið í ríkisstjóm, einnig eftir að samstarfsflokkar þess
sviku það um brottför hersins. Það varð að nota hvem
dag til þess að búa þjóð vora sem bezt undir næstu átökin,
jafnvel undir langan valdatíma hemámsflokkanna. Efna-
bagslegt sjálfstæði vort er óhjákvæmilegur grundvöllur til
að beriast á. Ef vér látum erindrekum Ameríkana á Islandi
takast að eyðileggja þennan grundvöll: annaðhvort gera
atvinnulíf Islendinga fátæklegt og stopult eða ofurselja
það amerískum auðhringum, þá er hættan að þessum erind-
rekum takist að hrjóta niður trú þjóðarinnar á að hún geti
lifað og lifað vel og þó frjáls í landi sínu. Þessvegna er
það lífsnauðsyn að láta ekkert tækifæri ónotað til þess að
treysta þennan gmndvöll efnahagslegs sjálfstæðis vors.
Hann er þjóð vorri jafn nauðsynlegur til að berjast á, eins
og hermanninum í frelsisstríði fyrir föðurland sitt er sjálf
jörðin til að ganga á. Takist amerísku auðvaldi að eyði-
leggja þetta efnahagslega sjálfstæði vort, jafngildir það
því sem jörðin skríði undan fótum vorum. Mikil og góð
framleiðslutæki í íslenzku atvinnulífi, öruggir og góðir
markaðir fyrir íslenzka framleiðslu, — eru stoðir efnahags-
legs sjálfstæðis vors. En atvinnuleysið og fátæktin eru
vopnin, sem amerískt auðvald og þjónar þess vilja fá, til
að geta vegið að þjóðinni með þeim.
Fjórða sviðið, sem ameríska auðvaldið og raunar ís-
lenzki kapítalisminn sjálfur, vegur að þjóð vorri á, er hið
siðferðilega í víðari merkingu þess orðs: Þar er barizt
um kjarna þjóðernis vors, um manngildi Islendinga, um
erfð vora alla, um tengsl vora við fortíð vora og sögu,
um allt, sem oss hefur verið heilagt sem þjóð. Amerískt
auðvald beitir á þessu sviði jafnt fé sem áróðri til þess að
spilla þjóð vorri og trylla hana, — til þess að smækka Is-