Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 42
42
R É T r U R
eða Tálknafjörður, Suðureyri eða Patreksfjörður eða eitthvað
annað, er látinn væri skipulega vaxa upp í litla borg á næstu
áratugum, er ekkert aðalatriði, — eða hvort sú smáborg héti Rif
eða Stykkishólmur, Olafsvík eða Grafarnes, þegar um Snæfells-
nesið væri að ræða, — það er ekkert aðalatriði. Hitt skiptir mestu
máli að rétt hafi verið og vel rannsakaðar allar forsendur, engin
hreppapólitísk eða flokkspólitísk, einkahagsmuna- eða brask-sjón-
armið látin komast að, — aðeins hin náttúrlegu, framleiðslu- og
félagslegu skilyrði verið látin ráða. Meðan ekki er skipulega unnið
að svona nýsköpun, verður Reykjavík óbein höfuðborg hvers
fjórðungs, sem öll fólksaukning leitar til.
En jafnhliða því, sem heildarstjórn á þjóðarbúskapnum ynni
að slíkri einbeitingu þarf hún í samráði við fólkið í þessum
dreifðu byggðum að leysa vandamál hinna litlu þorpa og bæja
og svo sveitanna.
Þeir smábæjir, sem þegar eru miðstöðvar fiskframleiðslu, eru
ekkert vandamál. Þeim þarf að sjá fyrir svo góðum aðstæðum til
félags- og menningarlífs að fólk haldist þar og uni hag sínum vel.
Vandamál þeirra smábæja og þorpa, sem eru að veslast upp,
eða aðeins eru 2—3 mánuði heimili fyrir verkafólk verstöðvanna,
þarf að Ieysa eftir ákveðinni áætlun, er samin sé í samráði við
íbúana. Oft má koma upp smáiðnaði í þeim, í sumum efla út-
gerð, — aðeins ef samræmdar eru aðgerðir einstaklinganna og
þjóðfélagsins.
Verkaskipting sveitanna hvað mjólkur- og kjöt-framleiðsluna
snertir, sem og aðrar landbúnaðarafurðir, hefur oft verið rædd
en aldrei skipulögð. Það er hægt um margt að breyta framleiðslu
sveitanna, ef unnið er að því með fyrirhyggju. Vélvæðing nú-
tímans er ekki bundin við borgir. Það er hægt að koma við smá-
iðnaði og heimaiðnaði í sveitum, ef rétt er undirbúið. — En það
þarf að hugsa um hvernig þessu er bezt varið. Stundum er það
svo að þar sem ríkið byggir máske veg og brú fyrir mörg hundruð
þúsund krónur fyrir einn sveitabæ, sem síðan fer í eyði, — þá
hefði verið hægt að nota þetta fé til að byggja handa þessum
bónda í þéttari sveitabyggð, þar sem hann hefði unað og búið við
betri kjör. — Frá þjóðernislegu sjónarmiði, er það að vísu leitt, að