Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 35
BÍTTU8
35
svæði í Bæheimi, en Slóvakía drógst aftur úr, varð fátækt, dreif-
býlt landbúnaðarland. Þessari öfugþróun varð ekki snúið við fyrr
en verkalýðurinn hafði tekið völdin í Tékkó-Slóvakíu og byrjað
að framkvæma sósíalismann. Þá var hafizt handa samkvæmt fyrir-
fram gerðri áætlun um viturlega hugsaða og vel undirbúna iðn-
væðingu og uppbyggingu Slóvakíu á grundvelli hinna eðlilegu
auðlinda landsins. Og nú fleygir byggð Slóvaka og afköstum iðn-
aðar þar fram. — Alþýðan hefur tekið málin x sínar eigin hendur
og stjórnar vísvitandi þróuninni: iðnvæðingu, uppbyggingu og
nýbyggð, — en lætur ekki blind öfl auðvaldsskipulagsins, eins-
konar náttúrulögmál kapítalistísks viðskiptalífs, ráða neinu, af-
nemur þau og setur vilja og vit mannanna í staðinn, gerir mann-
inn sjálfan að herra og stjórnanda þróunarinnar í stað þess að
hafa áður verið leiksoppur hennar.
I auðvaldslöndum halda hinsvegar þessi blindu öfl áfram niður-
rifs- og uppbyggingarstarfsemi sinni. Sumstaðar skapast „eymd-
arsvæði" — eins og eymdarsvæðin í Bretlandi, — annarsstaðar
kasast alþýðan saman í leiguhjöllum stórborganna.
Hér á Islandi var sama tilhneigingin afleiðingin af blindum
viðskiptalögmálum kapítalismans, jafnvel um tíma sú að gera allt
Island að eymdarskeri atvinnuleysis og hnignunar undir áhrifum
kreppunnar miklu eftir 1930.
En að svo miklu leyti sem um þróun og framfarir var að ræða,
var og er tilhneigingin að safna þorra landsbúa saman í fornu
landnámi Ingólfs, — sumpart af mjög náttúrlegum orsökum:
gullkista Faxaflóa; en sumpart af þjóðfélagslegum orsökum: auð-
magnið í Reykjavík.*
* Þróun byggðar í landsfjórðungunum hefur verið þessi sam-
kvæmt manntalinu frá 1950:
1901 1940 1950
Suðvesturland (Gullbr., Kjós. — Dalasýsla) 21.795 57.396 80.623
Vestfirðir ............................. 12.481 12.953 11.166
Norðurland ............................. 20.249 27.406 28.632
Austurland ............................. 10.634 10.123 9.705
Suðurland .............................. 13.311 13.596 13.847
78.470 121.474 143.973