Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 92
92
RÍTTUB
Og á árunum 1955—56 höfðu 99 af hundraði bændanna myndað
samvinnubú, þar sem jörðin. verkfæri og dráttardýr voru sam-
eiginleg eign og launin ein fóru eftir vinnuframlagi hvers og
eins. Baráttan við fljótin hefur í aldaraðir kennt kínversku bænd-
unum hvers virði samheldnin og samvinnan eru og jafnvel þótt
fullir möguleikar væru á því fyrir hverja fjölskyldu að draga
fram lífið á sínum litla jarðarskika, þá sýndi reynslan þeim fljót-
lega, að einungis með samyrkju var hægt að bæta lífskjörin svo
um munaði. Samvinnubúin juku ekki aðeins búvöruframleiðsluna
um allt að fjórðung með hagkvæmri nýtingu vinnuaflsins og
samhentari aðgerðum gegn duttlungum náttúrunnar, heldur
bættu þau lífskjör hinnar áður svo örsnauðu bændaalþýðu og
kaupmáttur hennar jókst. Landbúnaðurinn hefur boðið fram
síaukið magn matvæla og hráefna til borganna, en iðnaður þeirra
aftur á móti látið í té meir og meir af neyzluvörum.
En nú voru samvinnubúin orðin of lítil. Þau voru eingöngu
sniðin fyrir landbúnað — aðallega akuryrkju. Á árinu 1958 voru
þau beinlínis orðin hindrun í vegi efnalegra og menningarlegra
framfara. Hin litlu bú, sem aðeins samanstóðu af nokkrum hundr-
uðum fjölskyldna, fengu ekki risið undir hinum fjölþættu nýju
verkefnum, iðnaði, námugreftri, skólum og margskonar félags-
legum ráðstöfunum, sem nauðsynlegar voru svo að vinnuafl
væri nægilegt, ekki aðeins til að halda í horfinu, heldur einnig
til að sækja fram á öllum sviðum. Samvinnubúin voru ekki nógu
fjölmenn, höfðu ekki yfir nógu fjölhæfu vinnuafli að ráða né
nægu fjármagni. Lausn þessara vandamála kom með myndun
hinna fyrstu sameignarhverfa (kommúna).
■ Sameignarhverfið Spútnik
í fylkinu Honan í Mið-Kína, sem haft hefur forystuna og þar
sem náðst höfðu mjög eftirtektarverðir árangrar bæði í land-
búnaði og iðnaði, voru um vorið mynduð fyrstu sameignarhverfin,
þar á meðal hin fræga Weixing (Spútnik) hverfi. Það var stofnað
við sameiningu 27 samvinnubúa með samtals 9369 fjölskyldum.
í bráðabirgðalögum sameignarhverfisins segir svo í 1. grein:
„Sameignarhverfið er grunneining í þjóðfélaginu, frjáls samtök
hins vinnandi fólks undir forystu Kommúnistaflokksins og al-
þýðustjórnarinnar. Hlutverk þess er að hafa á hendi stjórn
allrar iðnaðar- og landbúnaðarframleiðslu, verzlunar-, menning-
ar- og skólamála og stjórnarfarslegra málefna á umráðasvæði
sínu.“
í 2. grein er svo kveðið á m. a.: „Markmið sameignarhveríisms
er að treysta hið sósíalska skipulag og vinna af kappi að sköpun