Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 116
EINAR OLGEI RSSON:
Hið vopnlausa varnarstríð
Islands
Þjóð vor á í tvennskonar frelsisstríði. Bæði eru háð án
vopna. Annað, landhelgisstríðið, við brezka auðvaldið, til
þess að sækja í vorar hendur þann rétt er vér glötuðum á
nýlendu- og niðurlægingartímum. Hitt stríðið, — hið langa
vopnlausa varnarstríð við auðvald og hervald Bandaríkj-
anna, — skal gert hér að umtalsefni.
Hið langa, — sagði ég, — það er að vísu ekki orðið langt
ennþá, aðeins 18 ára, en það hefði getað verið orðið það.
Hefði Sósíalistaflokkurinn og íslenzk verklýðshreyfing ekki
staðið á verði 1945, er krafa Bandaríkjanna um herstöðvar
til 99 ára barst íslenzku ríkisstjórninni, væri nú þegar því
frelsisstríði markaður tími heila öld, — ef auðvald Banda-
ríkjanna lifði svo lengi.
Það er þjóð vorri lífsnauðsyn að gera sér fulla grein
fyrir hvers eðlis þetta varnarstríð hennar er.
Tilgangur ameríska auðvaldsins er að leggja Island undir
sig til langframa sem herstöð. Sá tilgangur á ekkert skylt
við Atlantshafsbandalag, verndun lýðræðis eða neitt ann-
að slíkt. Það er aðeins nakið eiginhagsmunafyrirtæki ame-
rísks hervalds, ákveðið 1941 í samningum við brezku ríkis-
stjórnina, er hún lofaði að afhenda Bandaríkjunum Island
út úr sínu „áhrifasvæði", samtímis brezkum herstöðvum í
Vesturheimi, er þá voru ofurseldar Bandaríkjunum til 99
ára. Síðan var Bandaríkjunum í júní—júlí 1941 gefið tæki-
færið til að hervernda ísland og svo varð Bandaríkjastjórn
sjálf að sjá um að klófesta herstöðvarnar á íslandi til 99