Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 117
EÉTTUB
117
ára.* * Það reyndu svo Bandaríkin með kröfu sinni 1. októ-
ber 1945, er þau vildu fá Keflavíkurvöll, Skerjafjörð og
Hvalfjörð afhent undir sín algeru yfirráð sem herstöðvar
til 99 ára, — en mistókst. Þá var ekkert yfirvarp, — engin
„verndun lýðræðisins" komin á dagskrá, ekkert Atlants-
hafsbandalag til, — aðeins yfirgangur og landvinninga-
stefna amerísks auðvalds í algleymingi, sem hinsvegar
gleymdi að grímubúa sig.
Aðstaða íslenzkrar alþýðu í ríkisstjóminni 1945 varð
hamingju Islands að vopni. En síðan þessi tilraun ameríska
auðvaldsins til að sölsa ísland undir sig til langframa mis-
tókst, hafa allar fyrirætlanir þess gagnvart Islandi miðað
að því sama: að tryggja sér yfirráð yfir landi og lýð hægt
og hægt, grafa undan sjálfstæði voru, efnahagslegu og
pólitísku, eyðileggja þjóðemi vort og þjóðarstolt og ná
þannig þeim tökum á landinu fet fyrir fet, sem ekki tókst
með einu áhlaupi 1. október 1945.
Orusta ameríska auðvaldsins um Island verður löng og
hörð. Vér Islendingar þurfum að átta oss á því til fulls
á hvaða sviðum hún er háð og hvernig, til þess að geta háð
þjóðfrelsisbaráttu vora, vopnlaust varnarstríð vort, alstað-
ar þar sem ameríski árásaraðilinn haslar sér völl.
Baráttan er háð á fjórum sviðum, ef svo má að orði
komast: hernaðarsviðinu, stjórnmálasviðinu, efnahagssvið-
inu og hinu siðferðilega eða hreinu þjóðernislega sviði.
Barátta ameríska auðvaldsins fyrir herstöðvunum hér
er aðalatriði fyrir það, raunar eina atriðið. Baráttan á
öllum hinum sviðunum miðar einvörðungu að því að
tryggja þetta svið. Strax og ameríska auðvaldinu tekst
að koma sósíalistum út úr íslenzkri ríkisstjórn herðir það
á sókninni um auknar herstöðvar. I þingkosningunum
Mksrrr---'
* Þessari forsögu ameríska hernámsins á íslandi voru gerð skil
í grein minni í „Rétti“ 1947: „ísland og Ameríka", bls. 73—135,
einkum í þriðja kaflanum: „Amerískt hervald fær fangstað á
íslenzkri grund“.