Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 137
R É T T U B
137
alþýðulýðveldisins, fyrstu ríkisskipunar verkamanna og bænda í
sögu Þýzkalands, sem nýtur samúðar og fyllsta stuðnings hlut-
takenda þessa fundar.
Jafnframt þessu eru heimsveldissinnar að reyna að þröngva
upp á friðsamar þjóðir hinna nálægari Austurlanda og Miðaustur-
landa sinni illræmdu „Dullesar- Eisenhower-kenningu", sem
getur ekki orðið til annars en auka á stríðshættuna í þessum hluta
heims. Þeir brugga samsæri og stofna til æsinga gegn hinu sjálf-
stæða ríki Sýrlandi. Æsingarnar gegn Sýrlandi, Egyptalandi og
öðrum Arabaríkjum eiga að undirbúa aðgerðir í því skyni að
svipta ríki þessi sjálfstæði sínu og frelsi.
Hin árásarsinnaða SEATO-blökk er raunveruleg uppspretta
stríðshættu í Suðaustur-Asíu.
Á að koma til stríðs_ eða eiga þjóðirnar að búa saman í friði?
— þetta er mikilvægasta spurning alþjóðastjórnmálanna um þess-
ar mundir. Það er skylda allra þjóða að vera á verði hverja stund
gagnvart stríðshættu þeirri, sem af heimsvaldastefnunni stafar.
Friðaröflunum hefur aukizt svo styrkur, að þau eru þess í raun
og veru umkomin að afstýra styrjöld, eins og fram kom, er heims-
valdasinnar urðu að gefa upp árás sína á Egyptaland. Áætlanir
heim-svaldasinna að beita fyrir sig andbyltingaröflum til að koll-
varpa þjóðskipulagi alþýðulýðveldisins í Ungverjalandi mistókust
einnig.
Máistaður friðarins er borinn uppi af voldugum öflum vorra
tíma: Ósigrandi bandalagi hinna sósíalistisku ríkja með Ráðstjórn-
arríkin í broddi fylkingar, — hinum friðsömu ríkjum Asíu og
Afríku, sem andstæð eru heimsvaldastefnunni og mynda ásamt
sósíalistísku ríkjunum víðtækt varnarbelti friðarins, — verka-
lýðsstétt allra landa og sér í lagi framsveit hennar, kommúnista-
flokkunum, — frelsishreyfingu þjóðanna í nýlendum og hálf-
giMings nýlendum, — friðarhreyfingu fjöldans meðal þjóðanna.
— þjóðum þeirra Evrópulanda, sem lýst hafa yfir hlutleysi sinu,
þjóðum Mið- og Suður-Ameriku og þeim mikla fjölda í löndum
heimsvaldastefnunnar, sem snýst nú í æ ríkara mæli öndverður
við ráðagerðunum um nýtt stríð.
Kommúnistaflokkar þeir og verklýðsflokkar, sem þátt taka í
þessum fundi, lýsa yfir því, að meginregla Leníns um friðsamlega
sambúð hagkerfanna tveggja, sem færð var út og aðhæfð nútíma-
skilyrðum í ályktun 20. þings Kommúnistaflokks Ráðstjórnar-
ríkjanna, hljóti að teljast eðlilegur grundvöllur utanríkisstefnu
sósíalistisku ríkjanna og traustur hornsteinn friðar og vináttu
meðal þjóðanna. Og fyllilega samkvæm þessari frumreglu frið-
samlegrar sambúðar eru meginatriðin fimm, sem fram voru sett