Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 136
136
R É T T U B
löndunum er svo komið, að henni verður það æ ljósara, að sósíal-
isminn er eina leiðin út úr ógöngunum, sem henni er fær. Þetta
stuðlar að því að efla samstöðu hennar í baráttu fyrir sósíalisma
í löndum sínum.
Hin ágengu öfl heimsveldisstefnunnar í Bandaríkjunum reyna
að knýja sem flest lönd undir áhrif sín í krafti svokallaðrar styrk-
leikastefnu og leitast þannig við að hamía á móti þeirri framvindu
mannkynsins, sem er samkvæm lögmálum þjóðfélagslegrar þróun-
ar. Undir yfirskyni „baráttunnar gegn kommúnismanum“ keppa
þau að því að gera sér æ fleiri lönd undirgefin, stofna til skerðing-
ar lýðréttinda, grafa undan sjálfstæði hinna þróaðri auðvaldslanda,
freista að veiða þjóðir þær, er áunnið hafa sér sjálfstæði, í ný
form nýlenduáþjánar og halda uppi skipulagðri skemmdarstarf-
semi gagnvart sósíalistísku löndunum. Tiltekin árásaröfl í Banda-
ríkjunum leitast við með sérhverju móti að fylkja um sig öllum
afturhaldsöflum auðvaldsheimsins. Þau gerast með þessum hætti
miðfylking afturhaldsins í heiminum og svarinn óvinur þjóðanna.
En með þvílíkri stefnu eru þessi þjóðfjandsamlegu árásaröfl heims-
veldisstefnunnar jafnframt að kalla yfir sig sitt eigið hrun og
tortímingu.
Á meðan heimsveldisstefnan á sér stað, verður alltaf hætta
á árásarstyrjöld. Síðan styrjöld lauk, hafa heimsvaldasinnar
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og annarra auðvaldslanda
og stuðningsmenn þeirra verið að heyja styrjaldir í Indókina, Indó-
nesíu, Kóreu,Malaja, Kenýu, Gvatemala, Egyptalands, Alsír, Oman
og Jemen. Jafnframt vísa þessir árásarsinnuðu heimsvaldastefnu-
menn gersamlega á bug öllum tillögum um minnkun vígbúnaðar,
um bann við smíði kjarnorkuvopna og vetnisvopna eða notkun
þeirra til hernaðar og um tafarlaust afnám allra tilrauna með
slík vopn. Þeir halda áfram hinu svokallaða „kalda stríði“ og
vígbúnaðarkeppninni, auka við sig herstöðvum erlendis og láta
ekki af árásarstefnu sinni, sem spillir friði og eykur hættu á
nýrri heimsstyrjöld. Ef heimsstyrjöld skyldi skella á, áður en
tekizt hefðu samningar um bann við kjarnorkuhernaði, yrði hún
óhjákvæmilega að kjarnorkustyrjöld, þar sem gereyðingaröfl yrðu
óhugnanlegri en dæmi eru til áður.
í Vestur-Þýzkalandi er hernaðarstefnan að rakna við aftur fyrir
tilstilli Bandaríkjanna, svo að þarna,' í miðstöðvum Evrópu, er
að skapast regluleg gróðrarstía alvarlegrar stríðshættu. Barátta
gegn vesturþýzkri hernaðarstefnu og hefndarstríðsstefnu, sem nú
teflir heimsfriðinum í voða, er nú eitt af brýnustu verkefnum
friðaraflanna meðal þýzku þjóðarinnar og raunar allra Evrópu-
þjóða. Sérstaklega mikilvægt verkefni fellur hér í hlut Þýzka