Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 71
R E T T U R
71
eignum þjóðarinnar og féfletta alþýðu manna, allt undir
yfirskyni frelsis, lýðræðis og jafnvel „verndunar eignar-
réttarins". (Einar Sigurðsson notar eftirfarandi orðatil-
tæki um að ræna eignum ríkisins til handa bröskurunum:
„að bjarga efnahag ríkisins, sem er á glötunarbarmi. Ein-
hverju verður ríkið að ,,fóma“, ef fórn skyldi kalla.“
Mgbl. 22. marz 1959).
Og hvernig væri svo ástatt, þegar búið væri að koma
fyrirtækjum hins opinbera í hendur braskaranna? Þá réði
lítill hópur auðmanna yfir öllum þeim atvinnutækjum,
sem íslenzk alþýða byggir líf sitt á. Þessi fámenna auð-
mannastétt ræki slík fyrirtæki aðeins, þegar henni þætti
gróðinn nægur. Hún stöðvar þau, þegar hún vill. Hún
hefur engar skyldur gagnvart þjóðfélaginu, — enda fær
hún enga „styrki,“ engar „uppbætur,“ — skamtar sér bara
sjálf gengið á gjaldeyrinum og lætur viljug verkfæri í
Seðlabankanum hækka verð hans eftir þörfum, — vísitala
væri þá afnumin á kaupgjald (— bindingin við 175 stig er
tilraunin um hvort alþýða sætti sig við það), — og grunn-
kaupshækkun þýðir gengislækkun! Svikamylla hins nýrika
braskaravalds á Islandi, sem auðgast hefði á vel heppnuðu
bankainnbroti með kosningasigri 1959, væri í fullum gangi.
Alræði braskaravaldsins á Islandi væri framundan.
Þetta er draumur braskaranna í Sjálfstæðisflokknum
nú. Og að einmitt þessa, — óábyrgustu og ofstækisfyllstu
menn þess flokks, — skuli þora að dreyma svona nú, er
ekki hvað sízt þeim svikum Framsóknarflokksins við hags-
muni íslenzkrar alþýðu að kenna, að þora ekki að þjóðnýta
olíusöluna, afnema einkabraskið í þeirri þýðingarmiklu
atvinnugrein — og láta þarmeð braskara landsins vita að
þjóðin stefnir að því að útrýma einokunaraðstöðu ein-
stakra braskara og tryggja þjóðarheildinni valdið og af-
raksturinn, þegar um fyrirtæki er að ræða, sem eðli sínu
samkvæmt eru bezt rekin af einum aðila.
3. Útlendu auðvaldi sé hleypt inn á Island. Brakaravald-
inu þykir ekki nóg að ætla að sölsa undir sig eignir almenn-