Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 102
102
R É T T U R
rússnesku byltingarinnar. Á 2. þingi Komintern (Alþjóðasam-
bands kommúnista) voru tveir fulltrúar frá Islandi, sem mættu
þar sem gestir, en höfðu ekki umboð frá samtökunum. En 1921
verða harðar deilur í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur um það
hvort félagið skyldi senda áheyrnarfulltrúa á 3. þing Alþjóða-
sambandsins. Það var samþykkt að senda formanninn Olaf Frið-
riksson, sem þá var ritstjóri málgagns Alþýðuflokksins, Alþýðu-
blaðsins. Þetta varð til þess að sósíaldemókratarnir klufu félagið
og stofnuðu nýtt sósíaldemókratiskt félag, Jafnaðarmannafélag
Islands.
Þegar Olafur Friðriksson kom heim hafði hann með sér rúss-
neskan dreng, sem hann ætlaði að taka sér í sonar stað. Drengur-
inn var fluttur nauðugur úr landi undir yfirskini heilbrigðisráð-
stafana. Á þetta var litið sem ofsókn gegn Ólafi Friðrikssyni og
af þessu tilefni urðu fyrstu stórárekstrarnir við lögregluna á ís-
landi og margir voru handteknir. Hægri foringjar Alþýðuflokksins
sneru nú baki við Ólafi Friðrikssyni og honum var vikið frá rit-
stjórn Alþýðublaðsins. Hægri foringjarnir máttu nú heita einráðir
í Alþýðuflokknum.
Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur varð nú miðstöð andstöð-
unnar gegn hægri sósíaldemókrötum. Nokkru síðar árið 1922
var stofnað Félag ungra kommúnista.
I Jafnaðarmannafélaginu urðu brátt harðar deilur um stefnuna
milli fylgjenda Ólafs Friðriksonar annarsvegar og kommúnista
hinsvegar. Kommúnistar vildu stefna að því að koma upp skipu-
lögðum kommúniskum andstöðuarmi í Alþýðuflokknum, en Ólaf-
ur Friðriksson leit fyrst og fremst á þessar andstæður, sem upp
höfðu komið í verkalýðshreyfingunni, sem baráttu einstakra manna
um forustuna, en var mjög reikandi í ráði um stefnuna. Margar
tilraunir voru gerðar til að setja niður þessar deilur. Meðal annars
var stofnað fámennt félag, sem báðir aðilar tóku þátt í og nefndist
Fræðslufélag kommúnista. Skyldi það vera umræðufélag um
stefnumál og gera sér far um að móta stefnu og baráttuaðferðir
vinstra armsins. Þar var harðlega deilt um stefnuna í íslenzkri
verkalýðshreyfingu, og jafnframt um flest fræðileg atriði sósíal-
ismans. Félagið átti sér eklci langan aldur og leystist upp innan