Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 45
R É T T U B
45
ógnarorku Jökulsár, brennistein Námuskarða og iðandi jarðhita,
— hvarvetna um allt „dreifbýlið" bíða auðlindir stórhuga sam-
taka þjóðar, er þorir að hugsa til að beizla þessa orkugjafa sjálf
og nota í eigin þágu sjálfri sér til blessunar.* — Vafalaust mun
kolsvart og þröngsýnt afturhald Framsóknar kalla allar slíkar
hugmyndir skýjaborgir af gömlum vana. Framsóknarforustan sér,
rétt eins og mestu braskarar Ihaidsins, ekkert betra að gera við
auðlindir dreifbýlisins eins og Islands yfirleitt, en að reyna að ota
þeim út í ameríska auðhringa til að ræna auðlindirnar og arðræna
þjóðina í senn. Þessir afmrhaldsmenn geta ekki hugsað svo hátt
að dreifbýlið verði þéttbýli á grundvelli stóraukins sjávarútvegs og
iðnaðar, sem vaxandi landbúnaður byrgi að mat. Það er helzt, sem
vilji þessir menn láta dreifbýlið hjara á náð voldugra flokka, í
stað þess að byggja það upp eftir náttúrlegum skilyrðum þess
samkvæmt stórhuga áætlunum framsýninnar. — En það er það,
sem sósíalisminn, samvinnu- og sameignarstefna íslenzkrar alþýðu,
mun gera. Og þá munu og þau vandamál dreifbýlisins, sem land-
eyðing og atvinnuleysi auðvaldsskipulagsins hefur áskapað því,
endanlega leyst með þeirri nýsköpun atvinnulífs og þjóðfélagsins,
sem Island alþýðunnar mun framkvæma.
VI. Hver ber sökina?
Það er engum blöðum um það að fletta, hver ber sökina á því
að vinstri stjórnin var rofin.
Alþýða dreifbýlisins vildi vinstri stjórn og vinstrt pótitík, vildi
samstarf við verkalýð Reykjavíkur og annarra stærri bæja Islands
um svo róttæka stefnu, að verkalýðshreyfingin gæti unað henni
og alþýðustéttirnar fagnað henni.
Hin þunga ábyrgð stjórnarslitanna hvílir á forustu Framsóknar.
Það er forusta Framsóknar, sem brást. Og það sú forusta, sem
er svo samgróin auðvaldsáhrifunum í SIS, og amerísku ítökunum
* Ég hef skýrt nánar þessar hugmyndir í greininni „íslenzk
stóriðja í þjónustu þjóðarinnar“ í „Rétti“ 1948, bls. 120—152, og
184—260.