Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 128
128
R É T T U R
örlögum þess, að styrjöld sé ekki óhjákvæmileg. Það er unnt að
komast hjá styrjöld og varðveita friðinn í heiminum.
Vér erum saman komnir í höfuðborg þess lands, sem hóf fyrir
fjörutíu árum nýjan þátt í sögu mannkynsins. Árið 1917 reyndist
fyrsta bylting sósíalismans sigursæl á rússneskri grund. Verk-
lýðsstéttin tók völdin í þjóðfélaginu og hófst handa um að upp-
ræta hvers konar kúgun manns á manni. Verkamenn og bændur
Rússlands, sem flokkur Leníns veitti forustu, tóku málstað frið-
arins á stefnuskrá sína og hafa ávallt verið þeirri stefnu trúir.
Á þeim fjörutíu árum, sem liðin eru, síðan Ráðstjórnarríkin voru
sett á stofn, hafa þau verið brautryðjandi friðarins fyrir allar
þjóðir og hafa, þrátt fyrir margskonar tálmanir heimsveldissinna,
ástundað friðsamlegt samstarf við önnur ríki, hver svo sem þjóð-
félagsskapan þeirra var.
Verkamenn auðvaldsríkjanna hafa tekið fullan þátt í friðarbar-
áttunni, enda er það eitt samkvæmt brýnum hagsmunum þeirra.
Þetta göfuga markmið nýtur stuðnings framfarasinnaðra manna
um heim allan. Samt sem áður tókst friðaröflunum ekki að forða
mannkyninu frá ósköpum síðari heimsstyrjaldarinnar. Öfl þessi
voru þá ekki nægilega styrk orðin, og Ráðstjórnarríkin voru eina
landið, sem hélt uppi staðfastri friðarbaráttu.
Vér kommúnistar höldum því fram, að nú sé vinnandi vegur að
afstýra styrjöld og tryggja frið í heiminum. Vér fullyrðum þetta
hiklaust, vegna þess að ástæður eru nú allt aðrar en þá og hlut-
föll kraftanna gerbreytt.
Land ráðstjórnarinnar, sem reis upp úr októberbyltingunni, er
nú ekki framar einangrað fyrirbæri. Sigurinn yfir fasismanum
skapaði nýjan sósíalistískan heim með nær þúsund milljóna
íbúa. Auk þess er nú komið til sögunnar annað sósíalistískt stór-
veldi, sem slegizt hefur í förina með Ráðstjórnarríkjunum og
stefnir ásamt þeim að markmiði friðar, alþjóðasamstarfs og frið-
samlegrar sambúðar mismunandi hagkerfa. Stórveldi þetta er
Kínverska alþýðulýðveldið.
Alþýðulýðveldin í Evrópu og Asíu stefna einnig að þessu sama
markmiði.
Einstæðar framfarir í iðnaði, vísindum og tæknifræði bæði í
Ráðstjórnarríkjunum og öðrum sósíalistaríkjum þjóna eingöngu
málstað friðarins og hljóta að teljast mikill þrándur í götu styrj-
aldaraflanna.
Enn einn nýr kraftur hefur komið fram á sjónarsvið heims-
málanna, sem sé nýlenduþjóðirnar, er októberbyltingin vakti af
dvala. Sumar þessara þjóða hafa varpað af sér oki aldalangrar
áþjánar, en aðrar eru að brjótast undan ánauðinni. Þær kjósa að