Réttur


Réttur - 01.01.1958, Síða 128

Réttur - 01.01.1958, Síða 128
128 R É T T U R örlögum þess, að styrjöld sé ekki óhjákvæmileg. Það er unnt að komast hjá styrjöld og varðveita friðinn í heiminum. Vér erum saman komnir í höfuðborg þess lands, sem hóf fyrir fjörutíu árum nýjan þátt í sögu mannkynsins. Árið 1917 reyndist fyrsta bylting sósíalismans sigursæl á rússneskri grund. Verk- lýðsstéttin tók völdin í þjóðfélaginu og hófst handa um að upp- ræta hvers konar kúgun manns á manni. Verkamenn og bændur Rússlands, sem flokkur Leníns veitti forustu, tóku málstað frið- arins á stefnuskrá sína og hafa ávallt verið þeirri stefnu trúir. Á þeim fjörutíu árum, sem liðin eru, síðan Ráðstjórnarríkin voru sett á stofn, hafa þau verið brautryðjandi friðarins fyrir allar þjóðir og hafa, þrátt fyrir margskonar tálmanir heimsveldissinna, ástundað friðsamlegt samstarf við önnur ríki, hver svo sem þjóð- félagsskapan þeirra var. Verkamenn auðvaldsríkjanna hafa tekið fullan þátt í friðarbar- áttunni, enda er það eitt samkvæmt brýnum hagsmunum þeirra. Þetta göfuga markmið nýtur stuðnings framfarasinnaðra manna um heim allan. Samt sem áður tókst friðaröflunum ekki að forða mannkyninu frá ósköpum síðari heimsstyrjaldarinnar. Öfl þessi voru þá ekki nægilega styrk orðin, og Ráðstjórnarríkin voru eina landið, sem hélt uppi staðfastri friðarbaráttu. Vér kommúnistar höldum því fram, að nú sé vinnandi vegur að afstýra styrjöld og tryggja frið í heiminum. Vér fullyrðum þetta hiklaust, vegna þess að ástæður eru nú allt aðrar en þá og hlut- föll kraftanna gerbreytt. Land ráðstjórnarinnar, sem reis upp úr októberbyltingunni, er nú ekki framar einangrað fyrirbæri. Sigurinn yfir fasismanum skapaði nýjan sósíalistískan heim með nær þúsund milljóna íbúa. Auk þess er nú komið til sögunnar annað sósíalistískt stór- veldi, sem slegizt hefur í förina með Ráðstjórnarríkjunum og stefnir ásamt þeim að markmiði friðar, alþjóðasamstarfs og frið- samlegrar sambúðar mismunandi hagkerfa. Stórveldi þetta er Kínverska alþýðulýðveldið. Alþýðulýðveldin í Evrópu og Asíu stefna einnig að þessu sama markmiði. Einstæðar framfarir í iðnaði, vísindum og tæknifræði bæði í Ráðstjórnarríkjunum og öðrum sósíalistaríkjum þjóna eingöngu málstað friðarins og hljóta að teljast mikill þrándur í götu styrj- aldaraflanna. Enn einn nýr kraftur hefur komið fram á sjónarsvið heims- málanna, sem sé nýlenduþjóðirnar, er októberbyltingin vakti af dvala. Sumar þessara þjóða hafa varpað af sér oki aldalangrar áþjánar, en aðrar eru að brjótast undan ánauðinni. Þær kjósa að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.