Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 11
R É T T U R
11
hvísla að henni síðustu bón sinni, um leið og hann lézt ætla að
strjúka hár hennar.
„Þeir ætla sér að gera út af við mig. Ef ég dey láttu allt, sem
faðir okkar eftirlét okkur. ganga til Leníns, til bolsévíkanna . . .
Framtíðin er þeirra . . . Það þjóðfélag, sem þeir ætla að skapa,
verður dásamlegt. Frelsi, jafnrétti, bræðralag . . . verður það sem
koma skal . . ."
Lísa brast í grát. Þetta var í fyrsta sinn sem bróðir hennar hafði
talað við hana sem fullþroskaða stúlku og í fvllsta trúnaði. Og
hún gerði sér ljóst, að það, sem hann hvíslaði að henni, var að öll-
um líkindum síðasta ósk hans í lífinu.
Og orð hans urðu henni opinberun, sem lyftu slæðu frá augum
hennar og lýstu inn í nýjan ókunnan heim og vökm hjá henni
kveljandi hugsanir. Alin upp í allsnægmm og iðjuleysi hafði hún
aldrei fyrr Ieitt hugann að því hvaða rétt hún hefði til þess að
lifa slíku lífi og hversvegna hún hefði þau forréttindi fremur en
börn Maríu Parasjínu, verksmiðjuverkakonunnar, sem sváfu á
moldargólfi og voru ævinlega svöng.
Næsta morgun fannst Nikolai Schmitt skorinn á háls í klefa
sínum. Gluggarúðu glerbrot lá á gólfinu við hliðina á honum.
Það var kallað á lækni og lögreglu og skýrslan hljóðaði: sjálfs-
morð.
reist var í minningu um þær hetjur sem féllu í októberbyltingunni
Líkið var flutt með leynd af lögreglunni til hallar Morozovs,
milljónamærings, sem var skyldur Schmitt í móðurætt. En verka-
mennirnir komust á snoðir um dauða hans. Daginn sem hann
var jarðaður lagði starfsfólk í húsgagnaiðnaðinum niður vinnu
og pólitísku fangarnir í Bytyrki fangelsinu lýsm yfir eins dags
hungurverkfalli. Fólk þyrptist að til að flytja honum hinzm
kveðju. Blómsveigar frá verkamönnum báru áletranir eins og þess-
ar: „Til einlægrar frelsishetju", „Eirin félagi okkar er fallinn, en
þær hugsjónir, sem hann fórnaði lífi sínu, lifa."
Ef þú gengur í dag niður Krasnaja Presnía stræti kemurðu að
Schmitakbrautinni skuggsælu, sem liggur að Gorbatíbrúnni, og
þar sem Schmittverksmiðjan stóð á sínum tíma sérðu almennings
lystigarð og í honum miðjum uppmjóa ferstrenda steinsúlu sem