Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 133
Yíirlýsing
12 Kommúnista- og verklýðsflokka
sósíalistísku landanna
Fulltrúafundur kommúnistaflokka og verklýðsflokka sósíalist-
ísku ríkjanna var haldinn i Moskvu dagana 14.—16. nóv. 1957.
Fundinn sóttu fulltrúar Verkalýðsflokks Albaníu, Kommúnista-
flokks Búlgaríu, Hins sósíalistíska verklýðsflokks Ungverjalands,
Verklýðsflokks Víetnams, Hins sósíalistíska einingarflokks Þýzka-
lands, Kommúnistaflokks Kína, Verklýðsflokks Kóreu, Hins bylt-
ingarsinnaða alþýðuflokks Mongólíu, Hins sameinaða verkamanna-
flokks Póllands, Verkamannaflokks Rúmeníu, Kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna og Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu.
Fundurinn samþykkti einróma eftirfarandi yfirlýsingu komm-
únistaflokka og verklýðsflokka sósíalistisku landanna.
Yfirlýsing kommúnistaflokka og verklýðsflokka sósíal-
istísku landanna haldinn í Moskvu
14.—16. nóv. 1957.
Fulltrúar Verklýðsflokks Albaníu, Kommúnistaflokks Búlg-
aríu„ Hins sósíalistíska verklýðsflokks Ungverjalands, Verklýðs-
flokks Víetnams, Hins sósíalistíska einingarflokks Þýzkalands,
Kommúnistaflokks Kína, Verklýðsflokks Kóreu, Hins byltingar-
sinnaða alþýðuflokks Mongólíu, Hins sameinaða verkamanna-
flokks Póllands, Verkamannaflokks Rúmeníu, Kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna og Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu komu
saman til að ræða sameiginleg málefni, alþjóðavandamál, sem á
dagskrá eru, svo og baráttuna fyrir friði og sósíalisma.
í viðræðunum kom fram alger skoðanaeining þeirra kommún-
istaflokka og verklýðsflokka, sem þarna áttu fulltrúa, um öll
þau málefni, er rædd voru, svo og samhljóða mat þeirra á alþjóða-
viðhorfum. Einnig komu til meðferðar ýmis almenn viðfangsefni
alþjóðahreyfingar kommúnista. Um samningu yfirlýsingarinnar
ráðguðust fundarmenn við fulltrúa bræðraflokka í auðvaldslönd-
unum. Bræðraflokkar þeir, sem ekki áttu fulltrúa á fundinum,