Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 41
B É T T U R
41
Skynsamlegasta fjárfestingin: efling sjávarútvegsins um allt
land, hefur kostað harða baráttu Sósíalistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins, af því með þeirri fjárfestingu í togara, báta og fisk-
iðjuver var verið að hugsa um heill allrar þjóðarinnar, en ekki
bara um einstök kjördæmi. Hinsvegar er einmitt þessi efling sjáv-
arútvegsins og iðnaðar um leið hinn varanlegi efnahagslegi grund-
völlur landbúnaðarframleiðslunnar. Það, sem bændur fyrst og
fremst þurfa, eru stærri bæir, — og það stærri bæir dreifðir um
landið við be2m náttúrlegu og félagslegu skilyrðin, — til þess
að fá meiri, öruggari og betri markaði fyrir afurðir sínar. Og eigi
dreifbýlið að halda sínu fólki og bæta þar við, þurfa að rísa upp
stærri bæir víða um land, einskonar miðstöðvar menningar- og
félagslífs í hverjum fjórðungi eða eðlilegum fjórðungshluta.
Reynslan sýnir hinsvegar að þetta gerist ekki með þeim aðferðum,
sem hingað til hefur verið beitt. Sjálf Akureyri, sem kemst næst
því að vera slík miðstöð Norðlendingafjórðungs, hefur varizt
hnignun einungis fyrir aðgerðir nýsköpunarstjórnarinnar (togar-
arnir 4) og nú vinstri stjórnarinnar (fullkomnun fiskiðjuversins)
og baráttu Sósíalistaflokksins á Akureyri í 10 ár fyrir þessari
stefnu, við skilningsleysi allra hinna flokkanna.
Það þarf heildarstjórn á þjóðarbúskapnum,* — og fyrst og
fremst fjárfestingarstefnunni, — til þess að hnitmiða allt það
mikla fé, sem þjóðin ver til fjárfestingar, við það að gefa þjóðar-
heildinni aftur sem mest. Það þarf með slíkri heildarstjórn að
tryggja að nægu fé sé varið til fjárfestingar í sjávarútveginum
og þeim iðnaði, er gefur eða sparar gjaldeyri, svo sjálfur grund-
völlur alls þjóðarbúskaparins sé tryggur. Það þarf í sambandi við
staðsetningu framleiðslutækjanna vísindalega og óhlutdrægt að
rannsaka og hugsa hvaða staðir um land allt séu beztir til að efla
þá og stækka. Hvort sá staður t. d. á Vestfjörðum héti ísafjörður
greina og sviða í landinu er allgóð skýrsla í „Úr þjóðarbúskapn-
um“, des. 1958.
* í bæklingnum „Nýbygging íslands," sem út kom 1946, gerði ég
nánar grein fyrir gildi heildarstjórnar fyrir byggð landsins og
einkum dreifbýlið, aðallega á bls. 13—16.