Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 69
R É T T U R
69
almenningi kunnugt, hvernig amerískir bankar heimtuðu
1948, er lögin um Áburðarverksmiðju ríkisins voru sam-
þykkt, að Áburðarverksmiðjan væri gert að einkafyrirtæki,
— og hvernig amerísku flokkarnir á þingi beygðu sig f jnrir
þessari ósvífni, en Sósíalistaflokkurinn stóð einn á móti
— og hefur ekki enn eftir 10 ára baráttu getað bjargað
þessu fyrirtæki ríkisins úr klóm helmingaskiptanna. Það
er auðsjáanlega meining braskaravaldsins nú að hefja
nýja herferð á þjóðareignir og láta greipar sópa um þau
fyrirtæki, er braskararnir girnast. Einar Sigurðsson, einn
af fremstu talsmönnum Sjálfstæðisflokksins og einkum
Morgunblaðsliðsins á þessu sviði, ber fram eftirfarandi
kröfu í Morgunblaðinu 22. marz 1959:
„Má þar nefna sem dæmi að selja mætti að skaðlausu,
samtökum útgerðarmanna Fiskiðjuver ríkisins, Síldarverk-
smiðjur ríkisins, Tunnuverksmiðju ríkisins og fleiri hlið-
stæð fyrirtæki, hætta að láta sveitarfélögin hvíla með ofur-
þunga af óarðbærum og illa reknum fyrirtækjum á ríkis-
sjóði og þannig mætti lengi halda áfram.“
Þjóðin mun skilja fyrr en skellur í tönnunum. Nokkrir
braskarar vilja fá að gleypa fyrirtæki ríkisins, vafalaust
líka bæjartogara Reykjavíkur og aðrar bæjarútgerðir,
frystihús bæjanna og allt annað, sem alþýða manna hefur
knúið fram opinberan rekstur á á undanförnum áratugum,
til þess að bjarga atvinnulífi landsins úr því hruni, sem
dáðleysi og skammsýni braskaravaldsins hafði leitt yfir
það og þjóðina alla.
Og hvernig skyldu svo þessir „skulda-kóngar" og ,,stór-
eignamenn" braskarastefnunnar hugsa sér að yfirtaka
eignir þjóðarinnar, ríkis og bæja? Ætli fyrirætlunin sé
ekki nokkumveginn eftirfarandi:
Fyrst á Sjálfstæðisflokkurinn að ná völdum með aðstoð
einhverra, sem beygja sig auðmjúklega fyrir kommúnista-
grýlunni og lýðræðisást amerísks auðvalds.
Svo á að selja ,,framtakssömum“ hlutafélögum öruggra
helmingaskipta-manna hvert fyrirtæki ríkis og bæja á