Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 83
IiETTDB
83
innar með aukinni kaupgetu og neyzlu hinna vinnandi stétta og
auknum markaði innanlands.
Stofnuð sé ráðgefandi nefnd sérfróðra manna, þingi og stjórn
til aðstoðar, er geri nákvæmar áætlanir um allar opinberar fram-
kvæmdir á tímabilinu og stjórni vísindalegum rannsóknum til
undirbúnings þeim og geri jafnframt tillögur um, hvernig komið
verði fastri stjórn og skipulagi á allan þjóðarbúskapinn, jafnt
opinberar framkvæmdir og fyrirtæki sem atvinnurekstur ein-
staklinga, svo að þau verði sem hagkvæmast rekin og aukin með
hagsmuni almennings fyrir augum (Planökonomi).
Smáatvinnurekstur í framleiðslu iðnaði og verzlun, sem starfar
á samkeppnisgrundvelli eða með samvinnusniði og eigendur starfa
að sjálfir, skal verndaður gegn einokunarhringum og að honum
hlúð, enda sé haft með honum nauðsynlegt eftirlit."
Þótt sú nefnd, er skipuð var til að gera tillögur um skipulag
atvinnulífsins — „Rauðka“, ynni mjög merkilegt starf um skýrslu-
söfnun, varð ekkert úr framkvæmd áætlunarbúskapar. Framsókn-
arflokkurinn mun ekki hafa haft mikinn áhuga fyrir þessu höfuð-
máli Alþýðuflokksins, sem þá var.
„Þjóðnýtingin" á gjaldeyrinum, þessum afrakstri sjávarútvegs-
ins, hefði eðlilega átt að leiða til þess. að ráðamönnum þjóðfélags-
ins skildist, að nú varð framtak þjóðarheildarinnar um eflingu
sjávarútvegsins, útvegun nýrra skipa, að taka við af því „fram-
taki“ útvegsmanna, er kreppan hafði drepið niður og gjaldeyris-
höftin síðan lamað á sinn hátt. Slíku framtaki hins opinbera var
hins vegar ekki að fagna.
Það er ekki fyrr en með „nýsköpun“ atvinnulífsins 1944, að
ráðamenn þjóðfélagsins sýna það í verki, að þegar þjóðfélagið
sjálft tekur til sín gjaldeyrinn af sjávarútveginum, þá verður líka
þjóðfélagið að hafa fyrirhyggju og framtak um eflingu sjávarút
vegsins, sem allt atvinnulífið byggist á.
Með lögum um nýbyggingarráð 27. nóv. 1944 var svo ákveðið í
2. gr. laganna: „Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd, er
nefnist nýbyggingarráð. — Hlutverk þess er að búa til heildar-
áætlun,, fyrst um sinn miðaða við næstu fimm ár, um nýsköpun
íslenzks þjóðarbúskapar. Skal þar áætlað, hver atvinnutæki,
samgöngutæki, byggingar og annað þurfi til sjávar og sveita, til
þess að allir íslendingar geti haft vinnu við sem arðbærastan at-
vinnurekstur, svo og hvernig bezt verði fyrir komið innflutningi
fáanlegra tækja og efnis á næstu árum með það fyrir augum að
hagnýta sem bezt vinnuafl þjóðarinnar og auðlindir landsins. —
Þá skal nýbyggingarráð gera áætlanir um, hvar tækin skuli stað-
sett og tillögur um byggingar og aðrar framkvæmdir í því sam-