Réttur


Réttur - 01.01.1958, Side 83

Réttur - 01.01.1958, Side 83
IiETTDB 83 innar með aukinni kaupgetu og neyzlu hinna vinnandi stétta og auknum markaði innanlands. Stofnuð sé ráðgefandi nefnd sérfróðra manna, þingi og stjórn til aðstoðar, er geri nákvæmar áætlanir um allar opinberar fram- kvæmdir á tímabilinu og stjórni vísindalegum rannsóknum til undirbúnings þeim og geri jafnframt tillögur um, hvernig komið verði fastri stjórn og skipulagi á allan þjóðarbúskapinn, jafnt opinberar framkvæmdir og fyrirtæki sem atvinnurekstur ein- staklinga, svo að þau verði sem hagkvæmast rekin og aukin með hagsmuni almennings fyrir augum (Planökonomi). Smáatvinnurekstur í framleiðslu iðnaði og verzlun, sem starfar á samkeppnisgrundvelli eða með samvinnusniði og eigendur starfa að sjálfir, skal verndaður gegn einokunarhringum og að honum hlúð, enda sé haft með honum nauðsynlegt eftirlit." Þótt sú nefnd, er skipuð var til að gera tillögur um skipulag atvinnulífsins — „Rauðka“, ynni mjög merkilegt starf um skýrslu- söfnun, varð ekkert úr framkvæmd áætlunarbúskapar. Framsókn- arflokkurinn mun ekki hafa haft mikinn áhuga fyrir þessu höfuð- máli Alþýðuflokksins, sem þá var. „Þjóðnýtingin" á gjaldeyrinum, þessum afrakstri sjávarútvegs- ins, hefði eðlilega átt að leiða til þess. að ráðamönnum þjóðfélags- ins skildist, að nú varð framtak þjóðarheildarinnar um eflingu sjávarútvegsins, útvegun nýrra skipa, að taka við af því „fram- taki“ útvegsmanna, er kreppan hafði drepið niður og gjaldeyris- höftin síðan lamað á sinn hátt. Slíku framtaki hins opinbera var hins vegar ekki að fagna. Það er ekki fyrr en með „nýsköpun“ atvinnulífsins 1944, að ráðamenn þjóðfélagsins sýna það í verki, að þegar þjóðfélagið sjálft tekur til sín gjaldeyrinn af sjávarútveginum, þá verður líka þjóðfélagið að hafa fyrirhyggju og framtak um eflingu sjávarút vegsins, sem allt atvinnulífið byggist á. Með lögum um nýbyggingarráð 27. nóv. 1944 var svo ákveðið í 2. gr. laganna: „Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd, er nefnist nýbyggingarráð. — Hlutverk þess er að búa til heildar- áætlun,, fyrst um sinn miðaða við næstu fimm ár, um nýsköpun íslenzks þjóðarbúskapar. Skal þar áætlað, hver atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og annað þurfi til sjávar og sveita, til þess að allir íslendingar geti haft vinnu við sem arðbærastan at- vinnurekstur, svo og hvernig bezt verði fyrir komið innflutningi fáanlegra tækja og efnis á næstu árum með það fyrir augum að hagnýta sem bezt vinnuafl þjóðarinnar og auðlindir landsins. — Þá skal nýbyggingarráð gera áætlanir um, hvar tækin skuli stað- sett og tillögur um byggingar og aðrar framkvæmdir í því sam-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.