Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 124
124
EÉTTBE
enn er til og þorir yfirleitt að hugsa svo ósvífið að leggja
undir sig lönd annarra þjóða til herstöðva.
Vér Islendingar þurfum því á allri vorri margumtöluðu
þrjózku og þrautseigu að halda, allri þeirri raunsæi sam-
fara órofa tryggð við málstað þjóðarinnar, sem sjö alda
sjálfstæðisbarátta hefur kennt oss og rist inn í þjóðar-
eðlið. Vér verðum inn á við að standa á verði gegn hvoru
tveggja: svikunum við málstaðinn sjálfan annarsvegar og
hinsvegar ofstækinu eða skammsýninni, sem getur á einu
augnabliki andvaraleysisins hjálpað til að gefa f jandmönn-
unum tækifæri til þess að klófesta Island um langan aldur.
Vér verðum út á við að hagnýta alla möguleika til þess
að styrkja aðstöðu Islands og Islendinga gagnvart ame-
ríska auðvaldinu, afla oss vina og bandamanna, með því
að skýra sjálfstæðisbaráttu þjóðar vorrar, baráttu hennar
fyrir að bjarga þjóðerni og lífi sínu í ægilegasta ölduróti
sögunnar.
I vopnlausu varnarstríði þjóðar vorrar verðum vér að
gera hvorttveggja í senn: Eigi víkja frá rétti vor íslend-
inga til þess að ráða sjálfir og einir landi voru, — og hvessa
svo sýn vora á allar þær hættur, sem að sjálfstæði voru
steðja, í hvaða búning, sem ameríska auðvaldið kýs að
búast, með hvaða vopnum, sem það kýs að berjast, — að
aldrei verði oss að óvörum komið að öllu sjálfráðu.
Sósíalistaflokkurinn hefur haft á hendi þessa varðstöðu
í 18 ár. Hann mun hafa hana áfram, ætíð reiðubúinn til
þess að vinna með hverjum þeim, sem vinna vill að málstað
Islands á einu eða öðru sviði, í þess vopnlausa vamarstríði,
en ákveðinn í því að halda frelsisbaráttunni áfram unz
meirihluti þjóðarinnar hefur fylkt sér saman um málstað-
inn og fullur sigur er unninn.