Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 32
32
B É T T U B
IV. Bændur Islands í bandalagi við verkalýðinn í
þjóðernisbaráttunni — og hlutverk
afturhaldsins í Framsókn
Sósíalistísk verklýðshreyfing íslands berst eigi aðeins fyrir hags-
munum og frelsi alþýðunnar. Hún berst einnig fyrir fullu þjóð-
frelsi Islendinga, algerum yfirráðum þjóðar vorrar yfir landi sínu
og landgrunni, og fyrir varðveizlu þeirra dýru þjóðarerfða, sem
okkur hefur tekizt að bjarga frá glötun á myrkustu öldum sögu
vorrar.
I þessari þjóðfrelsis- og þjóðernis-baráttu ætti verklýðshreyf-
ingin að eiga sinn tryggasta og bezta bandamann þar sem bænda-
stéttin er, — bandamann, sem á vissum sviðum ætti jafnvel að
geta verið öruggari en verkalýðurinn sjálfur, meðan hreyfing
hans enn er ung og þjóðleg erfð hennar og sögulegt hlutverk ekki
orðin verkamönnum eins rótgróin og þau ættu að vera bænda-
stéttinni.
Bændastéttin á rót sína svo djúpt í þjóðlegum jarðvegi, er svo
nátengd öllu því bezta í sögu vorri og frelsisbaráttu, af því að
lengst af höfum við verið bændaþjóð, að hún ætti að öllu jöfnu
að vera öruggasta skjól og skjöldur þjóðar vorrar gegn ásókn
erlends auðvalds og innrás erlendrar spillingar á öllum sviðum
þjóðlífs vors. Þegar embættis- og kaupmannavald var deigt í bar-
áttunni við danska valdið, þá voru það íslenzkir bændur, sem voru
hinir sóknhörðu, „rauðu byltingarseggir" í frelsisbaráttunni, þótt
íhaldssamir væri og oft úr hófi fram í félagslegri framfarabaráttu
þeirra tíma.
Hvernig er þessu nú farið?
Það er engum efa bundið að enn stendur íslenzk bændastétt
allföst í þjóðlegum jarðvegi. En ýtur borgaralegra áhrifa róta þeim
jarðvegi ískyggilega, kaupstaða-menning og -ómenning sækir
drjúgum á í krafti vélrænnar tækni og bættra samgangna.
Islenzk bændastétt er enn vafalaust sá sami efniviður í frelsis-
höll íslenzks þjóðernis og hún var á tímum Jóns Sigurðssonar —