Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 147
Bókaíregnir
— nokkrar enskar bœkur.
Maurice Dobb: Capitalism
yesterday and to day.
Margir íslenzkir sósíalistar
munu kannast við brezka hag-
fræðinginn Maurice Dobb, en
hann hefur, sem kunnugt er,
ritað margt ágæta vel um sósí-
alisma og hagræn efni. í þess-
ari bók sinni ræðir hann um
hagkerfi auðvaldsins, upphaf
þess og eðli, en einkum þó um
auðvaldsskipulag nútímans og
þá nýju þætti, sem þróun
heimsvaldastefnunnar og eftir-
stríðsárin, hafa bætt í ásýnd
þess. Er það fróðleg lesning og
holl hverjum þeim, sem vill
gera sér grein fyrir staðreynd-
um.
Bók þessi eða ritlingur er
reyndar hinn fyrsti í bóka-
flokki, sem ber nafnið „Social-
ism to-day series“, þ. e. sósíal-
ismi á okkar dögum, og til þess
ætlast, að hver bókin reki aðra
á tveggja mánaða fresti. Næsta
bók mun fjalla um sósíalismann
og einstaklinginn og er rituð af
John Lewis. J. R. Campell mun
rita bók, sem hann nefnir
„Some economic Illusion"
(tálsýnir í hagrænum efnum)
og Maurice Cornforth um marx-
iska heimspeki o. s. frv.
Andrew Grant: Socialism
and the Middle Classes.
Svo sem titillinn ber með sér
fjallar bók þessi um hina svo-
kölluðu millistétt, og þá fyrst
og fremst í Bretlandi, og um
afstöðu hennar til sósíalismans
sem og viðhorf hinna sósíalisku
flokka til hennar. Höfundur
gerir grein fyrir stéttarlegri að-
stöðu hinna ýmsu hópa innan
þessarar fjölmennu og sundur-
leitu stéttar — og hvernig þorri
heppilegt að efna til víðtækari fundarhalda kommúnistaflokka og
verklýðsflokka, eftir því sem þörf gerðist, til þess að ræða dag-
skrármál, skiptast á skoðunum og reynslu og leggja drög að sam-
eiginlegum athöfnum í þágu hins sameiginlega takmarks flokk
anna, friðar, lýðræðis og sósíalisma.
Fulltrúar þeir, sem þátt taka í fundi þessum, lýsa einróma yfir
þeirri sannfæringu sinni, að með því að treysta einingu sína og
safna um sig verkalýð og alþýðu allra landa muni kommúnista-
flokkum og verklýðsflokkum heimsins auðnast að yfirstíga alla
örðugleika, er á vegi þeirra verða, og hraða för sinni enn frekar
fram á við til stórfelldra sigurvinninga í þágu friðar, lýðræðis og
sósíalisma á alþjóðlegan mælikvarða.