Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 107
R É T T U B
107
að komúnistar mættu ekki vera félagar í jafnaðarmannafélögun-
um, og skyldu ekki vera kjörgengir á þing sambandsins og í full-
trúaráð, og mættu ekki gegna neinum trúnaðarstörfum fyrir Al-
þýðuflokkinn. Gömlu fjórðungssamtökin voru leyst upp og stofn-
uð ný, þar sem tveir af fimm stjórnendum voru skipaðir af sam-
bandstjórn.
Fyrir íslenzka verkalýðshreyfingu eru þetta mjög mikilvægar
sögulegar staðreyndir. Islenzkir kommúnistar hafa frá upphafi
barizt fyrir einingu verkalýðssamtakanna á grundvelli stéttabar-
áttunnar. Þrátt fyrir ýms mistök og villur hafa íslenzkir kommún-
istar aldrei hvikað frá þeirri stefnu.
Sú stefna sem upp var tekin á þingi Alþýðusambandsins 1930
varð ekki eingöngu til þess að kljúfa hin pólitísku samtök, heldur
líka sjálf verkalýðsfélögin. Félög sem kusu kommúnista til trún-
aðarstarfa voru hvert á fætur öðru rekin úr sambandinu og klofn-
ingsfélög stofnuð, sem tekin voru upp í sambandið í stað þeirra.
Loks kom þar að stærsta verkalýðsfélag Iandsins, Dagsbrún í
Reykjavík, var svipt réttindum í sambandinu og flæmt úr því.
Kommúnistaflokkurinn fékk nú ærið verk að vinna. Skömmu
eftir stofnun hans skall á mesta viðskiptakreppa, sem yfir landið
hefur gengið, með atvinnuleysi og örbyrgð og tilraunum til kaup-
lækkana, þar sem ekkert var til sparað af hálfu yfirstéttarinnar.
Enda þótt heimskreppan liði hjá, varð ekkert lát á atvinnuleysinu
á íslandi allt fram til heimsstyrjaldarinnar síðari. Á þessu tíma-
bili var Alþýðuflokkurinn lengst af í ríkisstjórn. í hinni hörðu
stéttabaráttu þessara ára var samfylking verklýðsstéttinni lífs-
nauðsyn. Á öllu því tímabili, sem Kommúnistaflokkurinn starfaði,
lagði hann megináherzlu á samfylkingu verkalýðsins í hinni dag-
legu stéttabaráttu, verkföllum og baráttu atvinnuleysingjanna fyrir
atvinnu. Þetta var áratugur hinna hörðustu stéttaátaka sem fram
hafa farið á íslandi. Af hálfu hins tiltölulega fámenna Kommún-
istafl. var lagt svo mikið og fórnfúst starf af mörkum, að sú kyn-
slóð, sem nú er að vaxa úr grasi og nýtur ávaxtanna, á erfitt með að
gera sér grein fyrir því. Það var háð verkfall eftir verkfall undir
forustu Kommúnistafl. þrátt fyrir bann heildarsamtakanna, sem
sósíaldemókratar stjórnuðu. Það voru skipulagðar kröfugöngur