Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 60
60
RÍTTDK
það hve langt væri óhætt að ganga, var „fyrsta skrefið“.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli í Reykjavík eða jafn-
vel vinnur á, þá telur hann sér óhætt að stíga „annað
skrefið",: gengislækkunina, koma launalækkuninni raun-
verulega mikið upp yfir 20%.
Fulltniar Sjálfstæðisflokksins á Alþingi hafa ekki farið
í launkofa með þá skoðun sína að samtímis gengislækkun-
inni yrði að hindra alla kauphækkun, •— bæði samkvæmt
vísitölu og aðra.
Bjöm Ólafsson, fyrrv. ráðherra, sagði í ræðu um kaup-
lækkunarlögin: „Gengisbreyting, þótt hún sé bráðnauðsyn-
leg, er tilgangslaus og jafnvel skaðleg, ef hún er jafnóðum
gerð gagnslaus með samsvarandi hækkun á kaupgjaldi
og verðlagi.“
Það er þvi alveg ákveðin stefnuyfirlýsing Sjálfstæðis-
flokksins að hækka allt verðlag í landinu með gífurlegri
gengislækkun, en halda öllu kaupgjaldi launþega í þeirri
krónutölu, sem það nú er. — Þar með væri um leið verð-
bólgu og dýrtíð sleppt Iausri, svo allt tal nú um að verið
sé að stöðva verðbólguna, er hræsni ein. Það er bara verið
að ganga úr skugga um að alþýða manna fáist til að sætta
sig við miklar launalækkanir, stórfellda lífskjararýmun,
missi sjálfseignaríbúðanna og annað, sem af svo stórfelldri
launalækkun leiðir.
Þetta var annað skrefið, sem Sjálfstæðisflokkurinn ætl-
aði að stíga, ef hann fengi völd til þess. — Og það þarf
eftir fyrri yfirlýsingar Framsóknar og Alþýðuflokks um
fylgi þeirra við gengislækkun ekki að efast xun að þessir
flokkar myndu styðja að slíkum framkvæmdiun, ef þeir
þyrðu. — Það er aðeins ósigur allra þessara þriggja flokka,
sem mjmdi geta hrætt þá frá því að fara út í slíka kaup-
lækkun, — með öðrum orðum: aðeins stórsigur Sósíalista-
flokksins og Alþýðubandalagsins.
Hvert er svo „þriðja skrefið“, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn lýsir yfir að hann vilji jafnframt stíga?
Yfirlýsingin um þriðja skrefið hljóðar svo: