Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 81
R É T T U B
81
kynna hugmyndir og fyrirætlanir sínar og gefa fulltrúunum tæki-
færi til athugasemda, gagnrýni, tillagna og hvers konar ábend-
inga og leiðbeininga.
Höfuðmarkmiðið í öllu starfinu skal vera að reyna að sameina
þjóðina sem bezt um að tryggja sem skynsamlegasta hagnýtingu
á auðlindum landsins, framleiðslutækjum. vinnuafli og fjármagni
þjóðarinnar á grundvelli beztu rannsókna á hinum ýmsu sviðum,
sem hægt er að gera á hverjum tíma.
6. gr. í þeim hlutum áætlana, sem fjalla um vinnuafl og fjár-
magn til atvinnurekstrar og nýrra framkvæmda, skal eigi aðeins
gerð grein fyrir, hver nauðsyn sé á hvoru tveggja og í hve ríkum
mæli, heldur og hvernig útvega skuli, ef fyrirsjáanlegur skortur
er á vinnuafli eða fjármagni. Skal áætlunarráð um þessi efni kapp-
kosta að hafa gott samráð við verkalýðssamtökin, bankana og
önnur þau samtök og stofnanir, sem framkvæmd áætlananna í
þjóðarbúskapnum kemur síðan sérstaklega til að byggjast á.
7. gr. Þegar áætlunarráð hefur lokið samningu þeirra áætlana,
er um ræðir í 2. gr., skulu þær lagðar fyrir ríkisstjórnina til stað-
festingar.
Þegar ríkisstjórnin hefur staðfest slíkar áætlanir, er það síðan
verkefni hennar, hinna einstöku ráðuneyta, seðlabankans og allra
annarra stofnana ríkisins, undir yfirstjórn ríkisstjórnarinnar, að
sjá um framkvæmdina á þessum áætlunum til fulls, og skal öll
stjórn á lánsfjármálum þjóðarinnar og öll afskipti hins opinbera
af atvinnu- og verzlunarlífinu við þetta miðað.
8. gr. Áætlunarráði er heimilt að ráða sérfræðinga og annað
starfsfólk í þjónustu sína.
Fela má áætlunarráði starf þeirra milliþinganefnda, sem nú
eru starfandi að svipuðum verkefnum: atvinnumálanefndar rík-
isins og rannsóknarnefndar á milliliðagróða — og skulu þá nefnd-
ir þessar lagðar niður.
Þá skal og fela áætlunarráði þau verkefni, sem Framkvæmda-
banki íslands nú hefur um áætlanir í fjárfestingarmálum, ráð-
leggingar til ríkisstjórnar í efnahagsmálum o. s. frv.
Kostnaður við störf áætlunarráðs greiðist úr ríkissjóði.
9. gr. Nánari fyrirmæli um starf áætlunarráðs skal setja í reglu-
gerð.
10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
GreinargerS:
Þetta frumvarp um áætlunarráð felur í sér ákvörðun um að
stíga eitt spor áfram til að koma á heildarstjórn á íslenzkum