Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 7
RÉTTUR
7
framsæknu hlutverki að gegna á íslandi, ef þær þekkja sinn vitj-
unartíma.
Sökum hinna sérstöðu aðstæðna íslenzks þjóðfélags — smæðar
þess, sögu þess sem nýlendu, varnaraðgerða þess gegn kreppum
og erlendu auðvaldi og áhrifa íslenzks verkalýðs á þróun þess,
— er svo komið að stjórn á Islandi er fyrst og fremst orðin stjórn
á þjóðarbúskap vorum. En að ætla að stjórna íslenzkum þjóðarbú-
skap á þessu skeiði hnígandi auðvalds og rísandi sósíalisma, án
þess að þekkja grundvallarlögmál auðvaldsskipulagsins og allrar
framleiðsluþróunar, sem einmitt marxisminn hefur skilgreint, er
eins og ætla að tefla manntafl án þess að kunna mannganginn.
Þessvegna m. a. hnignar íslenzku atvinnulífi og rýrna lífskjör
íslenzkrar alþýðu, hvenær sem áhrif sósíalistiskrar verklýðshrevf-
ingar á stjórn landsins og þróun þjóðfélagsins dvínar um stund.
Sósíalistísk verklýðshreyfing fslands er höfuðframfaraaflið í
átökunum um þróun íslenzks þjóðfélags — og það er vottur um
skapandi mátt sósíalismans að það skuli hafa tekizt á sfðusm 20
árum þrátt fyrir öll áhrif amerískrar stórveldastefnu og íslenzks
afmrhalds, þrátt fyrir auðvaldsskipulag á íslandi og vald út-
Iends og innlends auðvalds, — að umbylta svo högum íslenzkrar
alþýðu frá því á kreppuárunum sem raun ber vitni um. Á árum
heimskreppunnar hafði borgarastéttin á íslandi raunverulega gef-
izt upp við að skapa grundvöll sjálfstæðs efnahagslífs í landinu
og amerískt auðvald hefði notað tækifærið í stríðinu og eftir stríð
til þess að gera landið að varanlegri herstöð spillingar og arðráns,
hefði ekki hinnar sósíalistísku verklýðshreyfingar íslands notið
við með stórhug hennar og víðsýni, marxistisku raunsæi hennar
og íslenzkri sjálfstæðishugsjón.
En hinn vísindalegi sósíalismi hefur eigi aðeins verið sá grund-
völlur, er sósíalistísk verklýðshreyfing fslands hefur barizt á og
sigrað. Bezm skáld og menntamenn íslands hafa eigi aðeins skap-
að margt af sínum bezm verkum í anda sósíalismans, — allt frá
„Brautinni" Þorsteins og „Gróttasöng" Stephans G, eða, — ef
síðari kynslóðin, er enn lifir, er tekin, — allt frá ádeilu Þórbergs
í „Bréfum til Lám", snilld Halldórs í „Sölku Völku" og „Alþýðu-
bókinni" og eldmóði Jóhannesar úr Kötlum í „Frelsi" og „Hrím-