Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 126
126
R E T T XJ F,
stjórnarríkjanna, — Kommúnistaflokki Tailands, •— Kommúnista-
flokki Túnis, — Kommúnistaflokki Tyrklands, — Kommún-
istaflokki Úrúgvay, Kommúnistaflokki Finnlands, — Kommún-
istaflokki Frakklands, — Kommúnistaflokki Ceylon, — Komm-
únistaflokki Tékkóslóvakíu, — Kommúnistaflokki Chílis, —
Verklýðsflokki Svisslands, — Kommúnistaflokki Svíþjóðar, —
Kommúnistaflokki Ekvadors, — Kommúnistabandalagi Júgóslavíu
— og Kommúnistaflokki Japans.
Þátttakendur ráðstefnunnar ræddu ýmis helztu alþjóðavanda-
mál, sem nú eru á döfinni.
Þessir fulltrúar kommúnistaflokka og verklýðsflokka komu sér
saman um að gefa út tilkynningu til verkalýðs og bænda í öllum
löndum, til karla og kvenna um heim allan, til allra góðviljaðra
manna. Tilkynning þessi fer hér á eftir.
Ráðstefnan fór fram í þeim anda samstarfs og alúðar, sem ein-
kennir samskipti þeirra flokka, er tengdir eru bræðraböndum
marxistískra kenninga og hugsjónum alþjóðahyggju verkalýðsins.
FKIÐAKAVilliP
Verkamenn og bændur! Vísindamenn og menningarfulltrúar!
Velviljaðir menn í öllum löndum
Vér, fulltrúar kommúnistaflokka og verklýðsflokka, saman
komnir í Moskvu í tilefni 40 ára afmælis októberbyltingarinnar
miklu ,ávörpum yður og skírskotum bæði til skynsemi yðar og
hjartalags.
Ognir annarrar heimsstyrjaldarinnar eru mönnum enn í fersku
minni. Hinar blóðugu afleiðingar hennar eru ekki enn horfnar
sýnum, og eigi að síður vofir geigvænlegur feigðarboði- nýrrar
styrjaldar yfir heimilum friðsamlegra borga og byggða. Þessi hætta
á nýrri styrjöld, sem verða myndi hundrað sinnum hryllilegri
en sú síðasta, skyggir á lífsgleði almennings í sérhverju landi
heims. Á sérhverju heimili er varpað fram spurningunni:
Hvað gerist á morgun, innan mánaðar eða að ári liðnu? Á styrj-
aldarbálið enn að nýju að umlykja oss? Á gereyðingarkraftur
kjarnorku- og vetnissprengjunnar að kalla skyndilegan dauðdaga
yfir oss og börn vor?
Þjóðirnar hafa hlotið beiska reynslu af tveim heimsstyrjöldum.
Styrjaldir mæða ævinlega þyngst á alþýðu manna. Alþýðan veit
af reynslu, að hver ný styrjöld færir henni ennþá meiri þjáningar
en hinar fyrri, eyðileggingu fleiri landa, dráp fleiri manna, og
leiðir af sér hræðilegri og langvinnari ógæfu í hvívetna.