Réttur - 01.01.1958, Blaðsíða 24
24
EÉTTDB
standi saman um sem bezt laun handa hinum vinnandi manni.
/
Til þess þarf annarsvegar að sjá um að fjárfesting þjóðfélagsins
sé skynsamleg, en fé því, er ella gæti farið í aukna neyslu, —
það er aukin raunveruleg laun, — handa vinnandi stéttunum, sé
ekki eytt í óhagnýta hluti eða vitleysu, — hinsvegar að tryggja
að auðmannastétt og auðfélög safni ekki til sín afrakstri af vinnu
starfsstéttanna. Það hefur hinsvegar verið einkenni á afturhaldinu
í Framsókn að eyða óhóflega fé í óhagnýta fjátfestingu, sem
þannig er tekið beint af vinnandi stétmnum, og hinsvegar hjálpa
til að sópa gróða í hít olíufélaga og annarra auðfélaga, en knýja
svo fram gengislækkanir og kauplækkanir, sem rýra kjör bæði
verkamanna og bænda. Þótt bændasamtökin og verkalýðssamtök-
in hafi því komið sér saman um sameiginlega afstöðu í þessum
efnum, þá hefur afturhaldsforusta Framsóknar spillt árangri slíks
samstarfs með rangri efnahagspólitík sinni, sem beinlínis var
andstæð hagsmunum alþýðustéttanna.
Til þess að tryggja öruggan, góðan markað fyrir afurðir bónd-
ans þarf tvennt: Annarsvegar örugga mikla kaupgetu innanlands,
en hún byggist fyrst og fremst á góðri afkomu alþýðunnar í bæj-
unum og það sívaxandi bæja, er hafa öruggan grundvöll að at-
vinnulífi sínu. Hinsvegar að framleiðsla landbúnaðarvara aukist
í réttu hlutfalli við markaðinn í bæjunum, þannig að ekki séu
sum árin stökk-framfarir, er skapi offramleiðslu Iandbúnaðarvara,
en hin árin dragist svo framleiðslan aftur úr, þannig að skortur
verði.
Það liggur í augum uppi að hagsmunir hvers einstaks bónda,
jafnt sem þjóðarheildarinnar, eru þeir að framleiðsla hans, eink-
um mjólkurframleiðslan, haldist í hendur við þarfir landsmanna.
Sé þá auðvitað gert fyrir þeim mun á framleiðslumagni, er mis-
jafnt árferði ætíð kann að valda. Með því að sem minnst af
nýmjólk fari í þá vinnslu sem eigi nýtist, og sem minnst af kjöti á
slæma útlenda markaði verður hagur hvers einstaks bónda bezt-
ur. Sé hinsvegar veruleg offramleiðsla látin skapast, verður það
bóndanum til tjóns, líka þótt reynt sé að velta afleiðingum slíkrar
offramleiðslu yfir á þjóðfélagið með þeim vafasömu efnahags-
aðgerðum að láta þjóðarheildina bera skaðann af slíkri offram-