Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 33

Réttur - 01.01.1958, Page 33
RÉTTUE 33 „traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður," — enn hvort kjörviðurinn reynist ætlunarverkinu vaxinn, er undir því komið hvernig hann er mótaður og meðhöndlaður. Islenzk bændastétt er tvímælalaust í hjarta sínu andvíg allri hersetu á Islandi, hverskonar undanhaldi og uppgjöí fyrir erlendri ásókn. En íslenzkir bændur eru um leið hinir tryggustu flokks- menn þess flokks, er þeir eitt sinn hafa veitt trúnað sinn. Það er aldagömul erfð, sem þar er að verki, í ætt við alla festu bænda- byggða. — Og nái erlent vald ítökum á slíkum flokki bænda, þá er hætta á ferðum. Tryggðin við flokkinn og tryggðin við landið mun þá heyja langa baráttu og flokkurinn lengi verða af- sakaður í huga bóndans, áður en upp verður gert. Þessvegna er það sorgarsaga íslenzkrar bændastéttar að for- usta Framsóknarflokksins skuli hafa komizt svo undir amerísk áhrif sem fylgið við Atlantshafsbandalagið og hersetan ber vott um. Það var engin tilviljun að einmitt sá forustumaður Fram- sóknar, sem helzt hafði það stolt og þjóðerniskennd til að bera, sem er aðal íslenzkrar bændastéttar, Hermann Jónasson, skyldi vera andvígur Keflavíkursamningnum og síðar Atlantshafsbanda- laginu á sínum tíma. Afstaða hans þá var tvímælalaust að skapi íslenzkra bænda. — En jafnframt var það táknrænt að einmitt þeir Framsóknarforingjar, sem nátengdastir eru amerísku olíu- og umboðsbraski Sambands-forustunnar, skuli vera einna ákveðn- astir erindrekar amerískrar yfirdrottnunarstefnu á Islandi. Hin mikla hætta fyrir íslenzkt þjóðerni og þjóðfrelsi liggur einmitt í því að þessi spilta forusta Framsóknarflokksins reynir að spilla íslenzkri bændastétt, reynir að sætta hana við hernám, reynir að beygja stolt hennar, sefa ótta hennar, stinga samvizku hennar svefnþorn. Þessi afturhaldssama forusta gerist erindreki amerísks og reykvísks auðvalds, þegar hún ætti að gerast foringi og leið- beinandi bænda í þjóðernis- og þjóðfrelsisbaráttu. — Samfara aróðri þessa afturhalds, sem á að villa bændum sýn, breiðast svo auglýsingaskilti amerísks auðvalds eins og brennimörk út um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.