Réttur


Réttur - 01.01.1958, Page 97

Réttur - 01.01.1958, Page 97
R E T T U R 97 ■ Framtíðarhorfur Sameignarhverfin í Kína eru rökrétt afleiðing þróunar, sem þar hefur átt sér stað á undanförnum árum. í þeim birtist árangur níu ára framfara í landbúnaði, iðnaði, vísindum og menntun, en þó einkum þróunar landbúnaðarins síðan haustið 1957. Þau hafa vaxið á eðlilegan hátt upp úr hinu kínverska þjóðfélagi, eru á- vöxtur hins mikla framfarastökks á öllum sviðum efnahags og menningar_ og þau skapa forsendur ennþá stærra stökks fram á við í nánustu framtíð. Sameignarhverfin eru árangur þess, að máttur fólksins hefur verið leystur úr læðingi pójitískra og efna- hagslegra fordóma frá liðnum tíma og þau leysa sjálf úr fjötrum ennþá voldugri þjóðfélagsöfl. Þau leggja grundvöllinn að hrað- stígu vaxtarskeiði, sem á fimmtán til tuttugu árum mun breyta Kína í fullþroska sósíalískt þjóðfélag með nýtízku iðnað og vísindi, vélar og rafmagn í þjónustu landbúnaðarins, góð lífskjör og þrótt mikla menningu, í þjóðfélag alisnægta með þroskamöguleika og velmegun fyrir hinar mörgu milljónir. Hinn mikli manngrúi Kína hefur ekki reynst neinn hemill á þróunina, eins og margir héldu, heldur þvert á móti hinn dýr- mætasti auður landsins. „Án tillits til annarra eiginleika," ritaði Maó Tse-tung fyrir nokkrum árum, ,,eru hinar 600 milljónir Kínverja í fyrsta lagi fátækt fólk og í öðru lagi „óskrifað blað“. Menn kunna að segja illu heilli, en í rauninni má segja góðu heilli. Fátækt fólk óskar breytingar, vill aðhafast eitthvað, vill byltingu. Á hvítri pappírs- örk eru engir blettir né lýti, á hana er hægt að skrifa hin fegurstu og sönnustu orð, á hana er hægt að draga hinar sönnustu og fegurstu myndir." [Áætlun ársins 1959 er svo: Um nýársleytið var haldin í Peking ráðstefna forystumanna úr sameignarhverfunum um land allt. Ráðstefnan samþykkti áætlun fyrir árið 1959 í tíu liðum. Þessi eru höfuðatriðin: Framleiða á a. m. k. 525 millj. smálestir af korni (1958: 350 millj. smál., 1957: 185 millj. smál.). Framleiða á a. m. k. 5 millj. smál. af baðmull. (1958: 3,3 millj. smál. 1957: 1,64 millj. smál.). Framleiða á a m. k. 6 millj. smál. af olíuauðugum jurtum og ávöxtum, svo að framleiðsla matarolíu tvöfaldist. Mikil aukning í framleiðslu allra iðnaðarjurta, tes og suðrænna ávaxta. Bætt vinnubrögð við öll jarðyrkjustörf, barátta fyrir bættum áveitum og aukinni framræslu, djúpplæging, að bæta jarðveginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.