Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 8
þetta tillit Islendinga, en í upphafi fuglamerkinga Náttúrugripasafnsins urðu nokkrar ýfingar með honum og Is- lendingum þeim, sem stóðu fyrir merk- ingastarfseminni. Finnur studdi fugla- merkingarnar frá upphafi, m.a. með öflun merkja erlendis. I ársbyrjun 1942 tók hann svo alveg við rnerkingunum, sem Magnús Björnsson hafði stýrt frá upphafi. Merkingarnar voru síðan í höndurn Finns um 36 ára skeið. Oll þessi vinna við Náttúrugripa- safnið var unnin í hjáverkum og var svo til ársins 1947. Það ár urðu mikil um- skipti, er Hið íslenska náttúrufræðifélag afhenti íslenska ríkinu Náttúrugripa- safnið til eignar og umráða. Hætti Finnur þá störfum í Fiskideildinni en var ráðinn að fullu við Náttúrugripa- safnið, ásamt Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi. Finnur vann upp frá því við safnið, uns hann lét af störfum í árs- lok 1977. Ekki var laust við, að margvísleg verkefni biðu úrlausnar á Náttúru- gripasafninu. Starf Finns miðaði eink- um að því að gera safnið að vísinda- stofnun. Allt var þctta brautryðjenda- starf, þar sem byggja varð safnið upp frá grunni á mörgum vígstöðvum. Mikill tími mun því hafa farið í stjórnsýslu og annað þess háttar, timi sem annars hefði nýst til vísindastarfa. Eg er þó ekki frá því, að Finnur hafi í raun og veru haft gaman af slíkum störfum. Vísindaleg dýrasöfn voru nánast engin til á þessum tíma, ef frá er talið það, sem Bjarni Sæmundsson hafði safnað, en það voru einkum lægri sjávardýr. Bókakostur, sem nauðsyn- legur er sérhverri vísindastarfsemi, var mjög af skornum skammti. Mjög ríkt safnaraeðli var í Finni, og kom það sér vel í þeim verkefnum sem fyrir lágu. Annars voru húsnæðismálin langmest aðkallandi, og húsnæðisleysi lamaði raunar alla uppbyggingu safnsins. Nefnd, sem átti að vinna að lausn hús- næðisvandræða safnsins, hafði starfað frá árinu 1942. Finnur lét þau mál mjög til sin taka, ferðaðist m.a. erlendis ásamt Gunnlaugi Halldórssyni, arkitekt, til að kynna sér náttúrugripasöfn og fyrir- komulag þeirra. Síðan var teiknað safn- hús, en áður hafði Háskóli Islands fengið endurnýjun happdrættisleyfis síns með því skilyrði að byggja yfir Náttúrugripasafnið. Þrátt fyrir þetta datt málið upp fyrir eftir margra ára þóf um fjárfestingarleyfi til framkvæmd- anna. Jónas frá Hriflu skýrði frá þessu máli í bók sinni Samferðamenn (1970): 238—240. Er útséð var um endalok safn- hússins, beitti Iunnur sér fyrir því, að Háskólinn keypti húsnæði við Hlemm- torg til bráðabirgða. Þettavarárið 1957, eða tíu árum eftir að ríkið tók við Nátt- úrugripasafninu, og er stofnunin þar enn til húsa eftir um 20 ár. Áður en þessi lausn fékkst á húsnæðismálunum, var safnið á sífelldum vergangi. Það var á mörgum stöðum í einu víðs vegar um Reykjavík, við Grettisgötu, í Safnahús- inu við Hverfisgötu, í Háskólabygging- unni og á ýmsum stöðum í Þjóðminja- safninu. Þótt húsnæðið við Hlemmtorg hafi ekki verið besta lausn þessarra mála, voru þó skrifstofur, geymslur og sýningarsalur í fyrsta sinn sameinuð undir eitt og sama þak. Vitaskuld hlaut safnið að byggjast upp að miklu leyti í ljósi áhugasviða starfsmannanna. Finnur vann ötullega að því að byggja upp fuglasöfnin og var raunar byrjaður á því, áður en hann var fastráðinn við Náttúrugripasafnið. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.