Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 57
að stærð (67—82 hreiður). Fjögur þess-
ara varpa eru á skrá 1951, en tvö eru
nýleg (Tafla I). í Reykhólaeyjum getur
um skarfsvarp í einu skeri 1746 (Ólafur
Árnason 1957). Þar var einnig eitt varp
1975, i Sveinsskeri, en þar hefur dila-
skarfur orpið að staðaldri undanfarna
áratugi. Á árunum 1950—70 hafa allt
að 5 vörp myndast og horfið aftur í ná-
grenni við Sveinssker (Tafla III). Um
svipað leyti varð vart aukningar undan
Stað á Reykjanesi. Auk fyrrnefndra 5
varpa er vitað um 2 vörp sem hafa
horfið í manna minnum. Fjöldi díla-
skarfsvarpa er því óbreyttur 1975 miðað
við 1951. Virðist sennilegt að fjöldi
hreiðra sé einnig svipaður þessi ár, en
tímabundin aukning og síðan fækkun
hefur þó orðið á árunum þarna á milli.
Landnámssaga varpsins í Hnífsskeri
(sbr. Viðauka) er athyglisverð. Varpið
]3ar byrjaði síðsumars um 1955 og árið
eftir voru hreiðrin um 120. Virðist lík-
legt að þetta landnám hafi gerst með
aðflutningi, e.t.v. úr sama varpinu.
Fyrstu landnemarnir í Hnífsskeri gætu
hafa verið fullorðnir fuglar sem varp
hafði misfarist hjá fyrr um sumarið.
Þungamiðjan í útbreiðslu dilaskarfs
1975 var um miðbik Breiðafjarðar, alls
1195 hreiður í 12 vörpum, nánar tiltekið
á þríhyrndu svæði sem nær frá Skáleyj-
um og Bjarneyjum að Ballará. Stærstu
vörpin, og jafnframt þau stærstu sem
þekkt eru hérlendis, voru Svartbakasker
i Krókaskerjum, 239 hreiður, og
Skutlasker í Sviðnum, um 210. Tvö
önnur vörp voru mjög stór: Lónsker í
Bjarneyjum (155) og Æðarskersboði í
Djúpeyjum (123). Flest vörpin virðast
vera gamalgróin og a.m.k. 3 eru þekkt
snemma á þessari öld, fyrrnefnt Svart-
bakasker, Kópasker, og Kirkjusker við
Stað (Tafla I). Vörpin í Bjarneyjum
hafa myndast eftir 1963 og varpið í
Svartbakaskeri í Svefneyjum var óþekkt
fyrir 1975. Varpið i Skutlaskerjum i
Sviðnum hófst um 1955 og virtist þar
um að ræða flutning úr Skákaskeri og
e.t.v. fleiri vörpum í nágrenninu, en
miklir tilflutningar hafa orðið á vörpum
á þessu svæði (sbr. Tafla III). Varp í
Melskeri í Rúfeyjum var stofnað um
1943 og hefur e.t.v. flust að úr Kálfsrófu.
Framan af öldinni mun hafa verið mikið
dílaskarfsvarp í Lat en það hvarf um eða
eftir 1933, um svipað leyti byrjaði varp á
Sandskeri þar nálægt en það er nú
einnig horfið. Alls er vitað um 11 yfir-
gefna varpstaði á þessu svæði (Tafla III)
og eru 9 þeirra á norðurhluta þess. Enda
þótt verulegir tilflutningar hafi orðið, og
e.t.v. fækkun innst (norðaustast) en
fjölgun yst á þessu svæði, virðist fjöldi
dílaskarfsvarpa þar hafa haldist nokk-
urn veginn stöðugur frá því fyrir 1940,
að jafnaði 12—14. Gæti þetta bent til
þess að fjöldi hreiðra hefði einnig verið
nokkuð stöðugur.
í norðvesturhluta Breiðafjarðar voru
alls 640 hreiður i 13 vörpum 1975, en
engin eða nær engin hreiður voru þó
þetta ár í tveimur þeirra. Stærstu vörpin
voru í Oddleifsskeri (135 hreiður),
Ytra-Hagadrápsskeri (um 100) og Stór-
fiskaskeri (87). Flest vörpin eru gömul,
þ.e. voru þekkt 1951 eða fyrr, og sum
sennilega mjög gömul, þ. á m. Kirkju-
sker við Flatey þar sem skarfur byrjaði
að verpa um 1840. Varpið í Oddbjarn-
arskeri er alveg nýtt (frá 1973) og varp í
Innri-Rauðsdalshólma er sennilega ný-
legt. Smávarp í Æðarskeri við Skálm-
arnesmúla er talið stofnað um 1945, en
varp í Heiðnarey (skráð 1951) þar rétt
hjá virðist hafa horfið. Þá hvarf lítið
135