Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 80
1
Zhantiev getur hennar einnig frá
Afganistan.
Á Norðurlöndum fannst hún fyrst ári
síðar (1960) í Ás í Noregi (Mehl 1975).
Menn gerðu sér þó ekki grein fyrir þvi í
upphafi, hvaða tegund var þar á ferð-
inni. Strand (1970) vakti fyrstur manna
á Norðurlöndum athygli á hambjöll-
unni á prenti. Fyrsta eintak, sem honum
var kunnugt um, var frá árinu 1963,
einnig frá Ás. Síðan hefur tegundin
fundist allvíða í Noregi, allt norður til
Tromso, en þar fannst hún á Tromso
Museum árið 1974. í Noregi hefur teg-
undin valdið tjóni á skordýra- og
plöntusöfnum, en hún hefur einnig
fundist í venjulegum íbúðarhúsum
(Mehl 1975).
Árið 1966 fannst tegundin fyrst í
Finnlandi, í Tammerfors. Árið 1969
fannst hún einnig í Tvárminne og í
Turku. Þar í landi hefur hún reynst
mikill skaðvaldur á ýmsum náttúru-
gripum, bæði úr dýraríkinu og plöntu-
ríkinu (Mákisalo 1970; Silfverberg
1970).
I Svíþjóð fannst hambjallan fyrst árið
1968, í Stokkhólmi. Þar lifði hún í
gömlum geitungabúum. Árið 1971
fannst hún svo á Náttúrugripasafninu i
Gautaborg, þarsem hún hefur náð góðri
fótfestu og valdið nokkru tjóni (Anders-
son 1973).
I Danmörku fór tegundarinnar að
verða vart á Dýrafræðisafninu i Kaup-
mannahöfn árið 1972, en hún hafði þó
áður fundist á ýmsum stöðum öðrum í
borginni, á skrifstofum og í verslunum
(Andersson 1973).
Bahr & Nussbaum (1974) geta teg-
undarinnar frá Vestur-Þýskalandi, þar
sem hún fannst í tómötum og pipar-
fræjum í hituöum geymsluherbergjum.
Á Bretlandseyjum uppgötvaðist teg-
undin ekki fyrr en árið 1977, er hún
fannst í grasfræi í Essex, en talið er, að
hún hafi náð fótfestu þar tveimur árum
fyrr (Adams 1978).
Um frekari útbreiðslu safnbjöllunnar
í Evrópu er mér ekki kunnugt.
LANDNÁM OG ÚTBREIÐSLA
Á ÍSLANDI
Flér á landi varð tegundarinnar fyrst
vart í janúar 1974 á Náttúrufræðistofn-
un Islands, eins og getið var í inngangi.
Þó var auðséð, að töluverður tími var
liðinn frá því, að tegundin hafði fyrst
hreiðrað uig sig á stofnuninni. Þess var
einnig getið, að bjöllurnar hafi fyrst og
fremst herjað í skáp, þar sem varðveittir
voru hamir af norður-amerískum fugl-
um. Hvort þeir hafi upphaflega borið
meinvætti þessa með sér, er ekki vitað.
Tegundin er að vísu landlæg í Kali-
forníu, þaðan sem hamirnir komu, en
mér þykir þó líklegt, að plágan hefði
blossað upp fyrr, ef kvikindin hefðu
borist með umræddum hömum. Þó
verður ekkert um það sagt með vissu.
Sumarið 1974 varð annarrar skað-
ræðisbjöllu vart á Náttúrufræðistofnun,
en það var mjölbjöllutegundin Tribolium
destructor Uyttb. Þá var gripið til þess
ráðs að úða skordýraeitri um stofnunina
í tvígang. Mjölbjallan hefurekki fundist
lifandi á stofnuninni síðan, en ham-
bjöllur fundust á nýjan leik fyrrihluta
árs 1978. Þá höfðu þær náð að hreiðra
um sig í skáp, þar sem þurrkaðar plönt-
ur voru varðveittar. Eitrað var í skáp-
inn. Sumarið 1979 varð þeirra aftur vart
(4 fullorðin dýr, dauð í gluggakistu, og 1
lirfa í skordýrasafninu). Ekki hefur
bjöllunum tekist að vinna verulegt tjón
158