Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 90

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 90
október og nóvember 1970, sé skýringin á því, að ég varð ekki gransöngvara var það ár. Gransöngvarar koma að jafnaði seinna á baustin en laufsöngvarar, eins og sýnt er á 4. mynd. A 4. mynd er sýnd dreifing á komu- tíma laufsöngvara og gransöngvara yfir haustmánuðina og var öllum árunum skellt saman. Hver súla tekur yfir 3 daga. Það sést greinilega, að laufsöngv- arar voru mest á ferðinni í september. Fyrst hafa þcir sést 21. ágúst en seinast 31. október. Gransöngvarar sjást aftur á móti aðallega í október. Þeir hafa fyrst sést 10. septcmber, seinast 27. nóvem- ber. Laufsöngvarar koma þvi að jafnaði mun fyrr á haustin en gransöngvarar. Af súluritinu er ljóst að fuglar, sem álitnir eru annarrar hvorrar þessara tegunda og sjást fyrir 10. september, eru að mestum likindum laufsöngvarar, en gransöngvarar eftir að kemur fram í nóvember. Ég hef stöku sinnum séð gransöngv- ara að vorlagi eða snemma sumars á Kvískcrjum. Ég sá einn 29. maí 1960 í Eystri Hvammi og söng hann mikið fram til 10. júní er hann hvarf. Dagana 4. júní — 2. júlí 1967. dvaldi gran- söngvari i Eystri Hvammi og söng hann mikið þar. Dagana 12.—14. april 1974 sá ég gransöngvara í garðinum að Kví- skerjum og 18. maí 1974 sást þar aftur gransöngvari, þá líklega nýkominn, en hann hvarf fljótt. Laufsöngvarar hafa hins vegar aldrei sést að vor- eða sumarlagi fyrr en 21. ágúst, eins og áður segir. NIÐURLAG Ljóst er að veðurlag hefur mikiö að segja viðvikjandi komur lauf- og gran- söngvara til íslands (eins og raunar á við um aðra flækingsfugla). Mest ber á flækingum frá gamla heiminum þegar suðaustanátt hefur verið ríkjandi (sbr. Gunnlaugur Pétursson & Kristinn Haukur Skarphéðinsson 1978). Unnt er að skýra hámörk sumra ára með því, að sú átt hafi verið tíðari þau ár en venju- legt er. Jónas Jakobsson veðurfræðingur (1959, 1960) lýsti veðurlagi milli Islands og meginlands Evrópu í október 1959, en sterk suðaustanátt var dagana 6.— 12. október. Þessa daga kom óvenju mikið af útlendum fuglategundum að Kvískerjum. Dagana 7, —20. október það ár sá ég 27 útlendar tegundir. Þá daga bar einnig mikið á erlendum fiðr- ildum. Seinna (1962) skrifaði Jónas grein og lýsti hvernig veðri var háttaö yfir hafinu milli íslands, Noregs og llretlandseyja 8. og 24. október 1961, en 9.—10. október það ár sá ég 16 útlendar fuglategundir, þar á meðal gransöngv- ara (12) og laufsöngvara (1). Eins og fram hefur komið i niður- stöðunum, var mikill munur á komu- tíma og fjölda gransöngvara og lauf- söngvara til Kvískerja. Bæði var mis- munur á fjölda milli ára innan tegund- anna og hvenær að haustinu tegund- irnar voru algengastar. Þessi mismunur á fjölda tegundanna er einkennilegur og þá fyrst og fremst af tveim ástæðum: a) Laufsöngvarar, sem eru sjaldséðari en gransöngvarar hér, eru margfalt algengari fuglar í heimin- um og b) laufsöngvarar verpa á norð- lægari slóðum en gransöngvarar, þó varpútbreiðsla þeirra sé að miklu leyti sú sama. Moreau (1972) áætlaði laufsöngvara langalgengustu fuglategundina sem 168 f
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.