Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 99

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 99
skelin verður æ minni og einfaldari og hverfur loks alveg nema á lirfustigi. Fyrstu baktálknarnir voru grafdýr sem plægðu sér leið gegnum leðju og sand, eins og hinir frumstæðustu þeirra, dul- tálknarnir, gera enn þann dag í dag. Sem svörun við slíkum lifnaðarháttum varð skelin slétt og straumlínulöguð, minnkaði svo æ meir uns hún gat ekki lengur hýst dýrið til varnar, huldist möttli og hvarf loks alveg. Lokan hvarf einnig þegar skelin varð of litil til þess að dýrið gæti dregið sig inn í hana. Jafn- framt fóru baktálknar að snúa ofan af sér bolvindunni sem forfeður þeirra höfðu haft svo mikið fyrir, og því færðist möttulholið og þau líffæri sem þvi fylgja, smám saman aftur með hægri hliðinni. Við þetta færðist tálknið aftur fyrir hjartað, en baktálknar draga nafn sitt af því. Einnig þetta var svörun við graflífi, því möttulholið varð með þessu betur varið gegn óhreinindum, sem leit- uðu inn í það þegar dýrin ruddust gegnum botnleðjuna. Að lokum fór möttulholið, og með því tálknið, sömu leið og skelin hjá stórum hópum bak- tálkna, og líffæri sem áður opnuðust út í möttulholið opnast nú út á yfirborðið á hægri hlið eða á baki skelvana dýra (sjá t.d. 14. mynd). Jafnframt minnkun skeljarinnar mynduðust einnig börð út úr hliðum fótarins sem leggjast yfir skelina að hluta (4. mynd). Úr þessum fótarbörðum mynduðust svo sundfæri í ýmsum ættbálkum baktálkna, t.d. vængbobbum og marflugum. Skel fortálkna er yfirleitt traust, enda byggjast varnir þeirra fyrst og fremst á því að draga sig inn í skelina. Við missi skeljarinnar verða baktálknar að taka upp aðrar varnaðaraðferðir, feluliti, kalknálar í húðinni eða varnir sem byggja á notkun fæluefna; má þar nefna vont bragð og sýrufrumur. Nýstárleg- astar verður þó að telja varnaraöferðir þeirra bertálkna sem lifa á holdýrum. Þeir „stela“ stinghylkjum fórnardýra sinna og nota sér til eigin varnar. Æxlun og lirfuþroskun baktálkna Baktálknar eru tvíkynja (hermafró- dít) eins og lungnasniglar, en ólíkt for- tálknum sem flestir eru sérkynja. Við mökun fer fram víxlfrjóvgun á milli einstaklinganna. Baktálknar verpa eggjum sinum í slímumbúðum sem þeir festa við botn eða á fæðuna ef um ásætin dýr er að ræða. Slímumbúðir þessar eru margvíslegar að gerð, pokar, borðar og slöngur. Úr eggjunum koma venjulega sviflirfur af svonefndri seglberagerð (veliger, 2. mynd) en sú lirfugerð er bundin við lindýr. Nafn sitt dregur þessi lirfugerð af bifhærðum bleðlum (velum: segl), sem eru í senn bæði sundfæri og fæðuöflunartæki lirfunnar. Seglbera- lirfur hafa um sig skel; lirfur snigla hafa kuðung en samlokulirfur samlokuskel. 2. mynd. Seglberalirfa (veliger) kolldropa (Limapontia capitata). v: velum (segl); takið eftir bifhárunum sem eru í senn fæðuöflun- ar- og sundfæri, s: skel, f: fótur. Kringlóttu blettirnir tveir eru augu. Teiknað eftur 'Fhorson 1946. 177 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.