Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 168

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 168
Teinæringsvog). Eggin misfórust hjá sumura þessara para, en þau urpu aftur. Auk þess kom það a.m.k. tvisvar sinnum fyrir, að par varp aftur eftir að ungar úr fyrra hreiðri voru komnir á flug. Ef til vill hafa skógarþrestir nú náð fótfestu á Flatey sem árlegir varpfuglar. Hins vegar eru pörin fá og þeim mikil hætta búin vegna gæludýra. Ekki hafa skógarþrestir sést annars staðar á athuganasvæði nu. Steindepill (Oenanthe oenanthe): Stein- deplar eru fyrst og fremst umferðar- fuglar á Flatey og koma um mánaðamót apríl/maí (1975: 7.5.; 1976: 28.4.; 1977: 3.5.). R.H. getur um nokkur varppör 1908, í steingerðum. Hins vegar geta Sveinn Gunnlaugsson og Jón Bogason þess, að steindeplar hafi verið mjög al- gengir sem varpfuglar í grjótgörðum fyrir nokkrum áratugum. Þó hefur F.Guðm. eftir Jóni árið 1942, að aðeins 3—4 pör hafi orpið á Flatey á árunum fyrir 1942 en þó ekkert árið 1942. Frá 1965 hefur steindeplum farið fækkandi. Eg sá aldrei steindepla um hásumarið 1974. Litlar líkur eru á, að þessi tegund hafi orpið það árið. Árið 1975 sáust nokkrir að vorlagi, en þeir urpu líklega ekki. Hins vegar var eitt par með hreið- ur (nálægt Skúlavör) árið 1976 og 3 pör 1977 (nálægt Skúlavör, við Miðpoll, við Lundaberg). Þúfutittlingur (Anlhus pratensis): Þúfutittlingar fara að sjást í þriðju viku apríl (1975: 20.4.; 1976: 21.4.; 1977: 23.4.). Þeir eru algengir varpfuglar. Nokkuð jafndreifðir um alla Flatey og verpa oft mjög nálægt híbýlum. Ekki algengir í hinum eyjunum, einna mest í Akurey, en hreiður hafa fundist í öllum stærri hólmunum. R.H. getur þess, að þúfutittlingar hafi verið óalgengir varpfuglar 1908, en F.Guðm. segir tegundina hafa verið algenga á Flatey 1942. Líklega eru talsverð áraskifti i varpstofni þessarar tegundar. Maríuerla (Motacilla alba): Maríu- erlur byrja að sjást seinast í apríl/byrjun maí (1975: 4.5.; 1976: 22.4.; 1977: 28.4.). Nokkuð algengar sem varpfuglar. Maríuerlur verpa um alla Flatey, en þó meira á vesturhelmingi eyjarinnar. Verpa í klettaglufum, grjótgörðum, veggjaglufum og urðum. Ennfremur hafa hreiður fundist í hreiðurkassa og inni á gólfi í kofa, sem ég notaði til rannsókna á teistu, eitt á hvorum stað. Hreiður hafa ekki fundist í hinum eyj- unum. Maríuerlur verpa áreiðanlega sáralítið þar, e.t.v. í Ytri-Máfey. R.H. segir maríuerlur hafa verið mjög algengar 1908 og orpið um allt. Jón Bogason minnist þeirra fyrst og fremst verpandi í þorpinu og telur að þeim hafi fækkað. F.Guðm. taldi maríuerlur al- gengar 1942 og fann eitt hreiður á Flat- ey. Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis): Snjótittlingar eru í hópum á Flatey á veturna. Algengir varpfuglar, sem eink- um byggja hreiður í urðum með sjónum en einnig í húsveggjum og grjót- görðum. Verpa dreift um alla Flatey. Fjöldi verpandi snjótittlinga á Flatey virðist hafa sveiflast talsvert á þessari öld. R.H. getur þess, að snjótittlingar hafi orpið í eyjunni í miklum fjölda árið 1908. Sveini Gunnlaugssyni og Jóni Bogasyni ber hins vegar saman um það, að snjótittlingar hafi verið óalgengir ca. 1910—1940 og aldrei orpið í grjótgörð- um eins og þeir gera nú. Á sama tíma 246
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.