Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 168
Teinæringsvog). Eggin misfórust hjá
sumura þessara para, en þau urpu aftur.
Auk þess kom það a.m.k. tvisvar sinnum
fyrir, að par varp aftur eftir að ungar úr
fyrra hreiðri voru komnir á flug.
Ef til vill hafa skógarþrestir nú náð
fótfestu á Flatey sem árlegir varpfuglar.
Hins vegar eru pörin fá og þeim mikil
hætta búin vegna gæludýra. Ekki hafa
skógarþrestir sést annars staðar á
athuganasvæði nu.
Steindepill (Oenanthe oenanthe): Stein-
deplar eru fyrst og fremst umferðar-
fuglar á Flatey og koma um mánaðamót
apríl/maí (1975: 7.5.; 1976: 28.4.; 1977:
3.5.). R.H. getur um nokkur varppör
1908, í steingerðum. Hins vegar geta
Sveinn Gunnlaugsson og Jón Bogason
þess, að steindeplar hafi verið mjög al-
gengir sem varpfuglar í grjótgörðum
fyrir nokkrum áratugum. Þó hefur
F.Guðm. eftir Jóni árið 1942, að aðeins
3—4 pör hafi orpið á Flatey á árunum
fyrir 1942 en þó ekkert árið 1942. Frá
1965 hefur steindeplum farið fækkandi.
Eg sá aldrei steindepla um hásumarið
1974. Litlar líkur eru á, að þessi tegund
hafi orpið það árið. Árið 1975 sáust
nokkrir að vorlagi, en þeir urpu líklega
ekki. Hins vegar var eitt par með hreið-
ur (nálægt Skúlavör) árið 1976 og 3 pör
1977 (nálægt Skúlavör, við Miðpoll, við
Lundaberg).
Þúfutittlingur (Anlhus pratensis):
Þúfutittlingar fara að sjást í þriðju viku
apríl (1975: 20.4.; 1976: 21.4.; 1977:
23.4.). Þeir eru algengir varpfuglar.
Nokkuð jafndreifðir um alla Flatey og
verpa oft mjög nálægt híbýlum. Ekki
algengir í hinum eyjunum, einna mest í
Akurey, en hreiður hafa fundist í öllum
stærri hólmunum. R.H. getur þess, að
þúfutittlingar hafi verið óalgengir
varpfuglar 1908, en F.Guðm. segir
tegundina hafa verið algenga á Flatey
1942. Líklega eru talsverð áraskifti i
varpstofni þessarar tegundar.
Maríuerla (Motacilla alba): Maríu-
erlur byrja að sjást seinast í apríl/byrjun
maí (1975: 4.5.; 1976: 22.4.; 1977:
28.4.). Nokkuð algengar sem varpfuglar.
Maríuerlur verpa um alla Flatey, en þó
meira á vesturhelmingi eyjarinnar.
Verpa í klettaglufum, grjótgörðum,
veggjaglufum og urðum. Ennfremur
hafa hreiður fundist í hreiðurkassa og
inni á gólfi í kofa, sem ég notaði til
rannsókna á teistu, eitt á hvorum stað.
Hreiður hafa ekki fundist í hinum eyj-
unum. Maríuerlur verpa áreiðanlega
sáralítið þar, e.t.v. í Ytri-Máfey.
R.H. segir maríuerlur hafa verið mjög
algengar 1908 og orpið um allt. Jón
Bogason minnist þeirra fyrst og fremst
verpandi í þorpinu og telur að þeim hafi
fækkað. F.Guðm. taldi maríuerlur al-
gengar 1942 og fann eitt hreiður á Flat-
ey.
Snjótittlingur (Plectrophenax nivalis):
Snjótittlingar eru í hópum á Flatey á
veturna. Algengir varpfuglar, sem eink-
um byggja hreiður í urðum með sjónum
en einnig í húsveggjum og grjót-
görðum. Verpa dreift um alla Flatey.
Fjöldi verpandi snjótittlinga á Flatey
virðist hafa sveiflast talsvert á þessari
öld. R.H. getur þess, að snjótittlingar
hafi orpið í eyjunni í miklum fjölda árið
1908. Sveini Gunnlaugssyni og Jóni
Bogasyni ber hins vegar saman um það,
að snjótittlingar hafi verið óalgengir ca.
1910—1940 og aldrei orpið í grjótgörð-
um eins og þeir gera nú. Á sama tíma
246