Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 171
ur, sem gætu hafa lagst á egg. Ég
tel litlar líkur á því, að um önnur dýr
hafi verið að ræða en hrafna. Oftlega
horfði ég á þá spígspora milli þúfna og
gægjast niður í skorninga. Þótt egg hafi
horfið óeðlilega rnikið úr hreiðrum
1975, og þá líklega af völdum hrafna,
var enginn áberandi munur milli aust-
ur- og vesturhluta Flateyjar önnur ár.
Árið 1976 var fjöldi stelka og hrossa-
gauka áberandi minni á Flatey en árið
áður. Var hér e.t.v. um að ræða fækkun í
varpstofnum þessarra tegunda vegna
afráns hrafna árið áður. Þessi áhrif vör-
uðu þó ekki lengi, þar sem árið 1977
voru varpstofnarnir komnir í sama horf
og árið 1975 (sjá Töflu III).
Hrossagaukar finnast varla verpandi
í eyjunum sunnan Flateyjar en eru sér-
lega algengir á vesturhelmingi Flateyj-
ar. Stelkar eru í stöku eyju sunnan Flat-
eyjar en sérstaklega algengir á austur-
helmingi Flateyjar frernur en vestur-
hlutanum. Hrossagaukshreiður eru að
jafnaði opnari en stelkshreiður og því
væntanlega auðveldari til afráns fyrir
hrafna en stelkshreiður. Ég tel, að nú-
verandi varpdreifing þessara tegunda
endurspegli afleiðingar mismunandi
mikils afráns gegnum árin. Áhrif þess
eru rneiri á hrossagauka en stelka vegna
mismunandi staðsetninga hreiðranna.
Þéttleiki hrossagauka á vesturhluta
Flateyjar er þvi skýrður með því, að þeir
hafi beinlínis leitað návistar manna í
mótleik gegn afráni hrafna.
Heiðlóur
Heiðlóur hafa reynt varp á Flatey en
ekki ilenst sem varpfuglar. Flatey hefur
ekki upp á kjörlendi heiðlóu að bjóða, en
það eru lyngmóar eða þurrir móar og
melar með snöggum gróðri og rofinni
gróðurhulu. Þessi umhverfisþáttur hef-
ur sennilega takmarkað landnám heið-
lóa á Flatey.
Fýlar og rilur
Landnámssaga fýla og rita er mjög
gott dæmi um aðdragandann að nýjum
byggðum ýmissa sjófuglategunda.
Nokkur ár geta liðið áður en varp ber
árangur, þ.e. ungar komist á flug. Þau
rituhreiður, sem byggð voru á Lunda-
bergi í Flatey, komu einnig seint miðað
við hreiður í gömlum og grónum vörp-
um.
Teistur og líkleg áhrif minks og rottu
Eins og Tafla II og 5. rnynd sýna,
hefur teistum stórlega fjölgað á athug-
anasvæðinu síðustu árin frá því, sem var
á árunum 1940—1967. Fjölgun hefur
einnig orðið í öðrum eyjum Flateyjar-
landa og liklega í öllum Flateyjarhreppi
(Æ. Petersen, óbirt gögn).
Ástæðan fyrir því, hve fáar teistur
urpu á Flatey og eyjunum sunnan
hennar upp úr 1940, er að líkindum sú,
að rottur hafi haldið þeim frá. Rottur
eru vel þekktar sem ræningjar í sjó-
fuglabyggðum víða um heim (Joensen
1966, Parslow 1973, Cramp, Bourne &
Saunders 1974, Atkinson 1978, Imber
1978).
Rottur komu fyrst til Fdateyjar á
öndverðri 19. öld en var útrýmt sjö
árum síðar (Ólafur Sívertsen 1840).
Rottur komu aftur til Flateyjar 1896 og
ullu miklum búsifjum með ásókn í fisk-
hjalla (Sveinn Gunnlaugsson, munnl.
uppl.). R.H. getur þess, að rottur hafi
verið afar algengar og til mikilla vand-
ræða árið 1908. Á þriðja áratugnum
voru rottur mjög algengar en fyrst og
fremst kringum byggöina á vesturhluta
eyjarinnar. Er fólki tók að fækka upp úr
249