Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1992, Page 116

Andvari - 01.01.1992, Page 116
114 ÞORSTEINN GYLFASON OG SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI kringum jörðina - og honum datt í hug að reyna sporbaug. Það sem á eftir fylgir held ég sé innifalið í formúlunni fyrir sporbaug. Hugmyndaflug, já. En sköpunargáfa? Það er annað mál. Guernica er e.k. brúkslist líka, ádeilulist sem lýsir hryllingi stríðsins, en þykir bera snilli skapara síns vitni. (Aðrir segja reyndar, að Picasso hafi mestmegnis verið skapaður af sölu- og umboðsmönnum, og margir betri málarar liggi nú gleymdir.) Watson hefur lýst eftirminnilega hvernig tvöfaldi gormurinn uppgötvaðist - rönt- gengögnin lágu fyrir, og listin var sú að finna kristalgrind sem samræmdist þeim gögnum. Hugmyndina um gorm fengu þeir Watson og Crick frá Pet- er Pauling, sem sagði þeim að Línus faðir sinn væri að setja saman gorm- líkan á tilraunastofu sinni, og svo rambaði Crick á tvöfalda gorminn. I vís- indadæmunum, sem ég valdi af því þau komu fyrst í hugann, er samnefn- arinn sá að gögn falla ekki að líkani eða hugmynd, o« menn liggja yfir þessu þar til þeim dettur í hug líkan sem passar betur. I listadæmunum er þetta einhvern veginn allt öðru vísi. V Þorsteinn: Ég verð að byrja á leiðréttingu. Pað var ekki ég sem hélt því fram að skáld- gáfan væri brjálæði heldur hafði ég þetta eftir Platóni. Svo bar ég þessa hugmynd Platóns saman við niðurstöður frægs ungversks sálfræðings í Ameríku, Mihálys Csikszentmihály, sem rannsakað hefur snilligáfu í ára- tugi og gerir hana ögn brjálæðislega í lýsingum sínum. Snillingarnir hans eru ekkert endilega vísindamenn eða listamenn. Þeir geta líka verið skurð- læknar, fótboltamenn eða skákmeistarar. Loks reifaði ég þá hugmynd að eitt af einkennunum sem Csikszentmihály greinir hjá snillingum sínum komi heim við hugmynd Platóns. Spjall mitt um þetta efni er nú prentað undir yfirskriftinni „Snilld og brjálæði“ í tímaritinu 2000, sumarhefti 1990. Svo er ég ekki alveg sammála Sigurði um sögnina að þekkja. Að þekkja mann er ekki endilega að skilja hann og að þekkja sjálfan sig er ekki held- ur endilega að skilja sjálfan sig. Maður sem þekkir sjálfan sig veit til dæmis að hann er skapstór, hégómagjarn og óhóflega ástleitinn við skál. Hann hagar sér eftir föngum samkvæmt þeirri vitneskju, eða það skulum við vona. En hann þarf ekki að botna neitt í þessum eiginleikum sínum frekar en aðrir botna í þeim. Ég ætla því að fá að halda áfram að fara með þekk- ingu og skilning - það að vita og hitt að skilja - sem ólík fyrirbæri og jafn- vel að einhverju leyti öndverð: Til dæmis um vitneskju tók ég þann fróðleik sem símaskrár hafa að geyma. Tíðnikönnun á nöfnum held ég að komi þeim fróðleik, símanúm- erum og heimilisföngum, ekkert við. En sleppum því. Sigurður andmælir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.