Andvari - 01.01.1992, Qupperneq 182
180
GUNNAR JÓHANNESÁRNASON
ANDVARI
TILVÍSANIR OG ATHUGASEMDIR
1. Ritgerðin er byggð á erindi sem var flutt á þingi Félags áhugamanna um bókmenntir í
júní 1992.
2. Blaðsíðutilvísanir í verk Gunnars Gunnarssonar eru í útgáfu Almenna bókafélagsins frá
1976. Aðventa er í bindinu Fimm frœknisögur.
3. Um efnivið sögunnar, sjá grein Ólafs Jónssonar, „Um Aðventu Gunnars Gunnarsson-
ar“, Leikdómar og bókmenntagreinar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1986. Par lýsir Ól-
afur á fróðlegan hátt hvernig Gunnar notaði frásögn Þórðar Jónssonar af eftirleitarferð
Benedikts Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, sem hann fór í desember 1925. Frá-
sögnin birtist í Eimreiðinni, 1931, og nefnist „í eftirleit“. Gunnar Gunnarsson skrifaði
smásöguna „Góða hirðinn" sem birtist 1931, en Aðventa varð síðan til úr þeirri sögu. Svo
virðist sem Gunnar hafi fylgt sögunni af Fjalla-Bensa að töluverðu leyti, án þess þó að
Aðventa sé heimildasaga.
4. Sjá t.d. „Trúarjátningu klerks frá Savoyard“ í bók hans Emile.
5. í grein sinni „Tilvistarstefnan er mannhyggja", ver franski heimspekingurinn Jean Paul
Sartre tilvistarheimspekina gegn ásökunum um að hún boði vonleysi og ljótleika tilver-
unnar, en kveður hana þess í stað vera mannhyggju. En til að forðast allan misskilning er
vissara að taka fram að það er grundvallarmunur á þeirri hefðbundnu mannhyggju sem
ég reyni að lýsa og mannhyggju Sartres. Sú mannhyggja sem hann aðhyllist felur ekki í
sér neina trú á gildi mannsins eða mannssálarinnar; trú á gildi mannssálarinnar er ekki
byggð á öðru en kreddu sem hlýtur að láta í minni pokann fyrir gagnrýnum augum skyn-
semi og vísinda, sem gerir engan greinarmun á gildi einstakra dýrategunda, mannsins
þar með talins. Þess í stað teflir Sartre fram þeirri hugmynd að tilvera mannsins sé upp-
runalegri en eðlið, en ekki öfugt, eins og mannhyggjan hafði gert ráð fyrir. Maðurinn og
líf hans öðlast gildi ef hann kýs sjálfur að gefa því gildi með athöfnum sínum. Það sem
fær hann þó til að kalla tilvistarstefnuna mannhyggju er að báðar leggja höfuðáherslu á
frelsi mannsins til að skapa sér sitt eigið líf í samræmi við eigin vitund og visku.
6. Scelir eru einfaldir, Almenna bókafélagið, 1976.
7. „Til eru sálir, svo hreinar, og svo takmarkalausar í hreinleika sínum - eða að minnsta
kosti í vilja sínum til hreinleika - að þær standa utan þeirrar reglu, sem þú settir upp áð-
an.“ Sœlir eru einfaldir, bls. 222.
8. Varieties of Religious Experience, 1920, bls. 154-155.
9. William James orðar þetta svo: „Sú staðreynd að við getum dáið, að við getum orðið
sjúk yfirleitt, vekur okkur furðu; sú staðreynd að á þessu tiltekna augnabliki lifum við og
okkur líður vel kemur málinu ekki við. Við þörfnumst lífs sem er ekki fylgt eftir af
dauða, heilbrigði sem er ekki viðkvæm fyrir sjúkdómum, einhvers konar gæða sem eyð-
ast ekki, einhvers góðs sem trónir yfir gæðum náttúrunnar.“ (Varieties of Religious
Experience, 1920, bls. 140.)
^Htebókasafnið
^ 'Mkureyri