Andvari - 01.01.1994, Side 10
8
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
deildar Háskólans sé mikil tilhneiging til að deila á stjórnmálamenn og
kennarar hennar telji sig eiga að gegna einhverju umvöndunarhlutverki í
þeim efnum. Stjórnmálamenn eru börn sinnar þjóðar eins og við hin, hugsa
og hegða sér líkt og umbjóðendur þeirra. Annað mál er hvort háskóla-
kennurum sé ætlað öðrum fremur að setjast í dómarasæti yfir þeim. Hlut-
verk fræðimanna er að greina og skilja en ekki að predika og dæma. Staða
félagsvísinda í landinu ræðst af því að háskólakennarar kunni að greina á
milli fræðilegrar umræðu og áróðurs. Það virðist þeim stundum býsna örð-
ugt sem dæmin sanna og má vísa til greinar í þessu Andvarahefti þar sem
einn af kennurum félagsvísindadeildar deilir á ritsmíðar starfsbræðra sinna.
Það orkar því margt tvímælis í þessum fræðum.
I erindi sínu í Tilraunin ísland í 50 ár gagnrýnir Olafur Þ. Harðarson
dósent í stjórnmálafræði stjórnmálaflokkana fyrir vanhæfni til heillegrar
stefnumótunar og gæfulitla ríkisforsjá, telur að framfarir á íslandi hafi orð-
ið þrátt fyrir ónýta hagstjórn. En hvað er ónýt hagstjórn? Það er ekki
fræðimanna að svara því, heldur stjórnmálamanna, og þeir verða að taka
tillit til þjóðfélagsveruleika sem er kannski annar en virðist úr fílabeins-
turni fræðanna. Við eigum sem betur fer ýmsa vel hæfa og góðviljaða
stjórnmálaforingja og höfum átt á lýðveldistímanum. Um einn þeirra er
fjallað í æviþætti Andvara að þessu sinni. Eðli málsins samkvæmt er jafnan
ágreiningur um störf þessara manna, en engum þarf að bregða um „óþjóð-
hollustu“.
Það eru ekki aðeins kennarar félagsvísindadeildar sem telja sig kjörna að
hafa vit fyrir stjórnmálamönnum. í viðskiptadeildinni gætir þeirrar tilhneig-
ingar mjög. Umfangsmikil blaðaskrif eins prófessorsins eru í reynd ekki
annað en pólitískur áróður í fræðilegu gervi. Sami maður mun hafa haldið
því fram að verkalýðshreyfingin standi í vegi fyrir framförum með því að
hindra að markaðurinn bjóði kaup launþega niður úr öllu valdi. Þá hefur
hann mjög beint spjótum að ákveðnum forustumanni með áratuga reynslu
úr stjórnmálum, sem nú er seðlabankastjóri. Úr hliðskjálf viðskiptadeildar
dæmist sá maður ekki hafa neitt vit á efnahagsmálum! Að hinu leytinu er
utanríkisráðherra svo að ráða til sín háskólakennara í pólitískt verkefni, að
„kanna kosti og galla ESB-aðildar“. Þarna eru menn farnir að blanda sam-
an fræðum og stjórnmálum, rugla mörk fræðilegrar athugunar og póli-
tískrar stefnumörkunar. En þau ber að virða ef halda á uppi vitrænni um-
ræðu og andlegum þrifnaði í landinu.
Ef litið er til menningarlífs og lista á íslandi á lýðveldisafmælinu verður
ekki annað sagt en það sé furðu blómlegt. Mikið skrifað af bókum, en
staða bókaútgáfunnar er þó orðin verulegt áhyggjuefni, enda skattleggja
stjórnvöld hana af mikilli skammsýni. Þá er myndlist stunduð af kappi, tón-