Andvari - 01.01.1994, Qupperneq 15
DAVÍÐ ODDSSON
Geir Hallgrímsson
I
Geir Hallgrímsson fæddist í húsinu Thorvaldsensstræti 2 við Austur-
völl í Reykjavík 16. desember 1925. Geir Hallgrímsson var borgar-
barn, fæddur við vestanverðan Austurvöll, sem síðar varð leikvöllur
hans, sem fulltíða manns, annars vegar austan megin í húsi Natans
Olsens og hins vegar sunnan við, í Kirkjustræti 14, sem er götunúmer
Alþingis íslendinga. Hann var fjórða barn hjónanna Hallgríms Bene-
diktssonar stórkaupmanns, síðar alþingismanns, og Aslaugar Geirs-
dóttur Zoéga. Var hann skírður í höfuðið á afa sínum, Geir Zoéga
rektor, eins og eldri bróðir hans, Geir, sem fæddur var árið 1923, en
varð aðeins eins og hálfs árs gamall. Eldri systkini Geirs, þau er upp
komust, eru Ingileif Bryndís, ekkja Gunnars Pálssonar skrifstofu-
stjóra frá Hrísey, og Björn Hallgrímsson stórkaupmaður, sem kvænt-
ur er Sjöfn Kristinsdóttur.
Faðir Geirs, Hallgrímur Benediktsson, var einn þeirra Islendinga,
sem brutust af sjálfum sér úr fátækt í bjargálnir á öndverðri tuttug-
ustu öld. Hallgrímur fæddist 20. júlí 1885 að Vestdalseyri við Seyðis-
fjörð, sonur Benedikts Jónssonar, smiðs og bónda á Refsstað og
Rjúpnafelli í Vopnafirði, og síðari konu hans, Guðrúnar Björnsdótt-
ur frá Stuðlum í Norðfirði. Benedikt, faðir Hallgríms og afi Geirs,
fæddist árið 1833 og lést 1925. Hann var af hinni kunnu Reykjahlíðar-
ætt, sonur séra Jóns Porsteinssonar í Reykjahlíð. Með fyrri konu
sinni, Guðrúnu Snorradóttur, átti Benedikt tíu börn, en aðeins kom-
ust fjögur þeirra upp. Eitt þeirra var Ágúst Benediktsson, en meðal
barna hans voru þær Áslaug Ágústsdóttir, kona séra Bjarna Jónsson-
ar, dómkirkjuprests í Reykjavík, og Guðrún Ágústsdóttir, móðir
Kristins Hallssonar óperusöngvara. Síðari kona Benedikts, Guðrún,
var dóttir Björns Þorleifssonar, bónda á Stuðlum í Norðfirði. Hún
fæddist árið 1864 og lést 1929. Þau Benedikt Jónsson og Guðrún