Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1994, Síða 16

Andvari - 01.01.1994, Síða 16
14 DAVÍÐ ODDSSON ANDVARI Björnsdóttir áttu auk Hallgríms fimm börn, sem komust öll á legg. Yngsta systir Hallgríms, Ingibjörg Elísabet, giftist Ólafi Kvaran sím- stjóra, en dóttir þeirra er Elísabet María Kvaran, sem gift er Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, fyrrverandi forseta Alþingis. Hallgrímur Benediktsson ólst upp hjá frænda sínum, hinum kunna klerki, séra Birni Þorlákssyni á Dvergasteini, fram til tvítugs, en fór þá til Reykjavíkur í því skyni að afla sér menntunar. En sakir fátækt- ar gat hann aðeins stundað verslunarnám þar í einn vetur, 1905-1906. Eftir það starfaði Hallgrímur um skeið á pósthúsinu í Reykjavík, en vann við verslun til 1911, er hann stofnaði eigið fyrirtæki, umboðs- og heildverslun, aðeins 26 ára að aldri. Rak hann heildverslun sína einn í áratug, síðan í nítján ár með Hallgrími A. Tulinius og eftir það aftur einn til æviloka. Var Hallgrímur einn merkisbera hinna dugmiklu, innlendu kaupmanna, sem tóku verslunina úr erlendum höndum fyrstu áratugi tuttugustu aldar. Fyrirtæki hans, H. Benediktsson & Co., dafnaði jafnan vel, og átti Hallgrímur hlut í og sat í stjórnum ýmissa annarra fyrirtækja, til dæmis Eimskipafélags íslands, Sjóvá- tryggingafélags íslands og Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Ennfremur átti Hallgrímur sælgætisverksmiðjuna Nóa-Siríus og inn- flutningsfyrirtækið Ræsi hf. En fleira lá vel fyrir Hallgrími Bene- diktssyni en verslun. Hann var í æsku kunnur íþróttamaður. Varð hann glímukóngur íslands á Þingvöllum árið 1907, og árið 1912 vann hann verðlaun fyrir glímu á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi. Hall- grímur hafði líka lifandi áhuga á félagsmálum og stjórnmálum og naut þar vinsælda og trausts. Hann var einn þeirra sem gengust fyrir því með undirskriftasöfnun árið 1921 að fá Jón Þorláksson verkfræð- ing í framboð til Alþingis, og árið 1926 settist Hallgrímur sjálfur í bæjarstjórn Reykjavíkur. Sat hann í bæjarstjórn 1926-1930 og 1946- 54. Hallgrímur var eindreginn fylgismaður Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar og andstæðingur haftastefnunnar, sem fylgt var hér á kreppuárunum. Var hann í hópi þeirra kaupsýslumanna, sem gengust fyrir stofnun Verslunarráðs Islands. Hann var lengi formað- ur Verslunarráðsins, og taldi hann höfuðverkefni þess að berjast fyrir verslunarfrelsi. Hallgrímur var kjörinn varaþingmaður fyrir Reykja- vík árið 1942 og tók sæti á Alþingi árið 1945, er Jakob Möller gerðist sendiherra; sat hann á þingi til 1949. Hann lést 26. febrúar 1954. „Það eru menn eins og Hallgrímur Benediktsson, sem af eigin rammleik öðlast mannaforráð, auð og völd, en varðveita þó þjónustulund sína
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.