Andvari - 01.01.1994, Page 23
andvari
GEIR HALLGRÍMSSON
21
inn um séreignaskipulagið sem hið virkasta og áhrifaríkasta hagkerfi,
sem þekkzt hefur. Til þess að fullnægja hagnaðarhvöt sinni verður
atvinnurekandinn að inna af hendi eitthvert það starf, sem er þýðing-
armikið frá sjónarmiði annarra og fullnægir þeirra þörfum. Ágóði
hans er undir því tvennu kominn, hversu ódýrt honum tekst að fram-
leiða vöru sína og hversu vel honum tekst að selja hana. Tannig
verða það óskir og þarfir neytendanna eins og þær koma fram í
kaupum þeirra á markaðnum, sem ráða úrslitum um það, hvað fram-
leitt skuli. Um leið og einstaklingurinn sinnir þannig hagnaðarvon-
inni, sem er í eðli sínu eigingjörn hvöt, innir hann af hendi þjóðhags-
lega mikilvægt starf.“ Hér er greinilega sleginn sami tónn og í grein-
um hins 19 ára „Grímnis“ í Morgunblaðinu sumarið 1945.
III
Geir Hallgrímsson gekk að eiga Ernu Finnsdóttur, bekkjarsystur
sína úr Menntaskólanum í Reykjavík, í kapellu Háskóla íslands 6.
júlí 1948, skömmu eftir að hann lauk lagaprófi. Þau höfðu vitaskuld
þekkst í menntaskólanum, en kynnst betur eftir stúdentsprófið. Erna
er dóttir Finns Sigmundssonar landsbókavarðar og konu hans, Krist-
ínar Aðalbjargar Magnúsdóttur, sem bæði voru af eyfirskum ættum.
Finnur fæddist árið 1894 og lést 1982, en Kristín fæddist árið 1898 og
lést sama ár og maður hennar. Að loknu stúdentsprófi hóf Erna störf
í Landsbókasafninu, en haustið 1948 héldu þau Geir vestur á bóginn.
í*á hóf Geir framhaldsnám í lögfræði og hagfræði við Harvard-há-
skóla í Bandaríkjunum, en Erna sótti tíma í píanóleik. Harvard-
háskóli var þá sem nú einhver virtasti háskóli í Bandaríkjunum. Geir
hafði mikinn áhuga á hagfræði og stóð hugur hans til að sökkva sér í
þau fræði eftir laganámið, en þá veiktist faðir hans, Hallgrímur
Benediktsson, svo að þau Erna ákváðu að snúa heim vorið 1949.
Bjuggu þau í íbúð að Mávahlíð 34 til 1952, er þau fluttust í myndar-
legt einbýlishús að Dyngjuvegi 6, þar sem þau áttu heima alla tíð síð-
an.
Fyrstu árin eftir heimkomuna starfaði Geir við fyrirtæki föður
síns, en strax og hann hafði öðlast réttindi héraðsdómslögmanns 24.
ágúst 1951, setti hann upp eigin lögfræðiskrifstofu. Jafnframt var
hann viðskiptalegur framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka árin