Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1994, Page 27

Andvari - 01.01.1994, Page 27
ANDVARI GEIR HALLGRÍMSSON 25 manna um flokkstryggð á þeim tíma. Geir Hallgrímsson var hins vegar í hópi þeirra, sem studdu séra Bjarna kappsamlega. Kom þar tvennt til. Annars vegar ákvörðun Sjálfstæðisflokksins og forystu- manna hans, en hitt hefur ekki dregið úr, að Geir var náfrændi Ás- laugar Ágústsdóttur, konu séra Bjarna. Heimdallur studdi líka for- setaframboð séra Bjarna með ráðum og dáð. Urslit urðu þau, að Ás- geir hlaut 46,7% atkvæða en séra Bjarni 44,1%. Þriðji frambjóð- andinn, Gísli Sveinsson, þá sendiherra, hlaut 6,5% atkvæða. Munaði tæpum tvö þúsund atkvæðum á þeim Ásgeiri og séra Bjarna. Bjarni Benediktsson segir í æviágripi Ólafs Thors, sem birtist í Andvara 1966, að Ólafur hafi tekið úrslitin nærri sér: „Sárnaði Ólafi, að verulegur hluti sjálfstæðismanna hafði bersýnilega kosið annan en þann, sem Ólafur og flestir aðrir forystumenn flokksins höfðu beitt sér fyrir.“ Varð þetta í síðasta sinn sem stjórnmálaflokkarnir reyndu að tryggja „sínum manni“ forsetakjör. Formönnum Sjálfstæðisflokks nútímans myndi þykja kraftaverk, ef þeir gætu haldið svo vel utan um sitt fólk og tókst 1952, þótt Ólafi Thors sárnaði þá. Svo hafa tök flokkanna veikst, sem betur fer. Geir Hallgrímsson var formaður Heimdallar í tvö ár, fram að aðal- fundi 7. mars 1954. Fyrra starfsárið voru flestir stjórnarmenn vinir hans og trúnaðarmenn, og var Eyjólfur Konráð Jónsson þá varafor- maður. Síðara starfsárið voru stuðningsmenn Geirs hins vegar flestir felldir í stjórnarkjöri á aðalfundi, þótt hann væri sjálfur endurkjörinn sem formaður, og sögðu þá gárungarnir, að Geir sæti eins og upp- stoppaður hrafn í kríuhópi! Vafalaust mátti að einhverju leyti rekja átökin í Heimdalli til forsetakjörsins, en hinir nýju stjórnarmenn voru sumir handgengnir Gunnari Thoroddsen, til dæmis Valgarð Briem og Pétur Sæmundsen. Það segir sína sögu um stöðu Geirs að ekki var talið vogandi að beina atlögunni beint að honum, þótt vissulega væri nærri höggvið. Meðal þess sem gert var á vegum Heimdallar í formannstíð Geirs má nefna, að þeir Geir og Eyjólfur Konráð Jónsson söfnuðu saman fjöl- mörgum tilvitnunum í rit íslenskra kommúnista, og komu þær út í sérstökum ritlingi á vegum Heimdallar árið 1953, Peirra eigin orð. Hafa margir forystumenn Heimdallar fylgt því fordæmi með drjúg- um árangri síðar. Enn fremur gaf Heimdallur út bækling eftir Ölaf Björnsson prófessor gegn haftastefnunni fyrir alþingiskosningarnar 1953. í formannstíð Geirs Hallgrímssonar var félagslíf blómlegt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.