Andvari - 01.01.1994, Page 28
26
DAVÍÐ ODDSSON
ANDVARI
Heimdalli, fjölmargir fundir haldnir, efnt var til stjórnmálanám-
skeiða, ferðalaga og annars til gagns og gamans, en sjálfur gat Geir
sér orð fyrir skörulega framsögu á kappræðufundum gegn ungum
sósíalistum. Geir Hallgrímsson var síðan kjörinn formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna á þingi þess 27. október 1957 og
gegndi því starfi í eitt kjörtímabil, til 1959. Hlaut Geir 72 atkvæði á
þinginu, en Sverrir Hermannsson 50 atkvæði, og var þetta raunar í
fyrsta skipti sem kosið var um formann í Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna. Með Geir í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna voru
margir þeir sem áttu eftir að starfa áfram með honum annars staðar
á hinum pólitíska vettvangi, svo sem Árni Grétar Finnsson, Baldvin
Tryggvason, Magnús Óskarsson og Þór Vilhjálmsson, svo að fáeinir
séu nefndir. Af átökum innan hreyfingar ungra sjálfstæðismanna eru
nokkrar sagnir en þeim verða ekki gerð frekari skil hér í stuttu ævi-
ágripi.
VI
Fyrir bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík, sem haldnar skyldu 31.
janúar 1954, var efnt til prófkjörs innan fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Par
hlaut Geir Hallgrímsson glæsilega kosningu, fjórða sætið. Nokkur
stuðningur var síðan við það, þegar framboðslistinn var endanlega
ákveðinn, að Geir tæki baráttusætið, áttunda sæti, en Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri lagðist gegn þeirri hugmynd svo að ekkert varð
úr henni. Þeirri skýringu hefur verið á loft haldið, að Gunnar hafi
ekki viljað að Geir fengi ljómann af sigrinum, ef meirihlutinn héldi
velli. Líklegra er þó, að sú skýring eigi rót í þeirn átökum er síðar
urðu. Hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 49,5% atkvæða í Reykjavík og átta
menn kjörna, sömu fulltrúatölu og fjórum árum áður. Þegar velja átti
í bæjarráð, örlaði á fyrstu togstreitu á milli hins nýja bæjarfulltrúa og
borgarstjórans. Gaf Geir kost á sér í bæjarráð, en Gunnar Thorodd-
sen hafði gert ráð fyrir öðrum bæjarfulltrúa í það, Guðmundi H.
Guðmundssyni. Þegar kosið var á milli þeirra Geirs og Guðmundar í
bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, hlaut Geir 11 atkvæði, Guð-
mundur 4, en einn seðill var auður, og var hann seðill Geirs sjálfs.